Brighton skoraði fimm og vann öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 15:00 Brighton skoraði fimm í dag. Steven Paston/Getty Images Brighton & Hove Albion vann 5-2 sigur á Leicester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira