Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 segjum við frá málum sem komu upp um helgina þar sem grunur er um byrlun.

Talskona Stígamóta segir það breytingu að sýni séu tekin til rannsóknar. Svo virðist sem viðhorf samfélagsins og yfirvalda til byrlana hafi breyst. 

Við segjum frá minningarathöfn um Gorbatsjovhjónin sem haldin var í rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni í Reykjavík dag. 

Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 

Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að konur sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greindar með kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Ráðgjafi segir að nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. 

Þá segjum við frá ketti sem virðist hafa níu líf en hann varð fyrir alvarlegri árás sem er talinn vera eftir hund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×