Enski boltinn

Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arteta og Erik Ten Hag á hliðarlínunni í dag.
Arteta og Erik Ten Hag á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Man Utd vann 3-1 sigur í bráðskemmtilegum leik.

„Þetta var leikur fyrir okkur til að vinna. Okkur skorti aga á ákveðnum augnablikum og vorum ekki nógu vægðarlausir fyrir framan markið þeirra,“ sagði Arteta og hélt áfram.

„Ef við hefðum spilað af aðeins meira hugrekki hefðum við unnið leikinn. Við getum dregið mikinn lærdóm af leiknum. Ef þú ætlar að vinna leiki hér verður þú að gera allt rétt.“

Umdeilt atvik átti sér stað snemma leiks þegar mark var dæmt af Arsenal vegna leikbrots í aðdraganda marksins.

„Það skortir samræmi. Í síðustu viku skorar Aston Villa gegn okkur þegar það er brotið á Aaron (Ramsdale) en það var sagt vera of lítið brot (e. soft),“ sagði Arteta.

„Það var mikið af hörðum tæklingum í leiknum sem skilaði ekki gulum spjöldum því við viljum leyfa þessum stóru leikjum að fljóta vel. Það er mjög erfitt að sætta sig við þessa ákvörðun,“ sagði Arteta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×