Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 07:31 Mikel Arteta ræðir við varamennina þrjá sem hann setti inn á gegn Manchester United. getty/Stuart MacFarlane Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. United vann leikinn, 3-1, og varð þar með fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til að taka stig af Arsenal. Antony kom United yfir í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið en Bukayo Saka jafnaði fyrir Arsenal í upphafi seinni hálfleiks. Marcus Rashford kom heimamönnum aftur yfir á 66. mínútu og átta mínútum síðar gerði Arteta þrefalda skiptingu þar sem hann setti Emile Smith-Rowe, Fábio Viera og Eddie Nketiah inn á fyrir Martin Ødegaard, Oleksandr Zinchenko og Albert Sambi Lokonga. Skiptingin heppnaðist ekki sem skildi því Rashford jók forskot United í 3-1 skömmu seinna. Það urðu lokatölur leiksins. Neville segir að Arteta hafi hlaupið á sig í stöðunni 2-1. „Í þeirri stöðu var engin ástæða til að verða svona örvæntingarfullur. Þegar tuttugu mínútur voru eftir hugsaði ég að þetta gæti endað 4-1 eða 5-1. United var þéttara fyrir og setti Fred og Casemiro inn á. Og þeir sóttu bara hratt eftir það. Ég held að Arsenal hafi ekki þurft að vera svona örvæntingarfullt,“ sagði Neville. „Annað markið sló Arsenal út af laginu því það kom gegn gangi leiksins. Arsenal svaraði því ekki vel og verðskuldaði því að tapa leiknum. En ef þeir hefðu haldið áfram að spila eins og þeir gerðu hefðu þeir komist aftur inn í leikinn. Um leið og skipulagið fór út um gluggann eftir skiptingarnar var United alltaf að fara að skora þriðja markið eftir skyndisókn.“ Þrátt fyrir tapið er Arsenal enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir sex umferðir. United er með tólf stig í 5. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
United vann leikinn, 3-1, og varð þar með fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til að taka stig af Arsenal. Antony kom United yfir í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið en Bukayo Saka jafnaði fyrir Arsenal í upphafi seinni hálfleiks. Marcus Rashford kom heimamönnum aftur yfir á 66. mínútu og átta mínútum síðar gerði Arteta þrefalda skiptingu þar sem hann setti Emile Smith-Rowe, Fábio Viera og Eddie Nketiah inn á fyrir Martin Ødegaard, Oleksandr Zinchenko og Albert Sambi Lokonga. Skiptingin heppnaðist ekki sem skildi því Rashford jók forskot United í 3-1 skömmu seinna. Það urðu lokatölur leiksins. Neville segir að Arteta hafi hlaupið á sig í stöðunni 2-1. „Í þeirri stöðu var engin ástæða til að verða svona örvæntingarfullur. Þegar tuttugu mínútur voru eftir hugsaði ég að þetta gæti endað 4-1 eða 5-1. United var þéttara fyrir og setti Fred og Casemiro inn á. Og þeir sóttu bara hratt eftir það. Ég held að Arsenal hafi ekki þurft að vera svona örvæntingarfullt,“ sagði Neville. „Annað markið sló Arsenal út af laginu því það kom gegn gangi leiksins. Arsenal svaraði því ekki vel og verðskuldaði því að tapa leiknum. En ef þeir hefðu haldið áfram að spila eins og þeir gerðu hefðu þeir komist aftur inn í leikinn. Um leið og skipulagið fór út um gluggann eftir skiptingarnar var United alltaf að fara að skora þriðja markið eftir skyndisókn.“ Þrátt fyrir tapið er Arsenal enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir sex umferðir. United er með tólf stig í 5. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira