130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:01 Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki í júní 2023. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áætlað sé að framkvæmdir hefjist í haust og að þeim verði lokið í júní 2023, en verkið verður áfangaskipt. „Þessi tillaga var sérstaklega kynnt í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í mars síðastliðnum og fór enn fremur fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar í apríl. Hvað verður gert á viðburðarsvæði? Í garðinum verður útbúin álagsþolin viðburðarflöt. Skipt verður um jarðveg á svæðinu og lagðar drenlagnir undir grassvæði. Við grasflötina verður gert nokkuð stórt upphækkað og undirbyggt svæði fyrir svið. Akstursleið fyrir þjónustubíla inn á svæðið verður styrkt. Gróður verður grisjaður og beð stækkuð. Sett verður upp lýsing á svæðinu. Aðstaða fyrir matarvagna verður á aðliggjandi svæði. Loftmynd af viðburðasvæðinu.Reykjavíkurborg Ennfremur segir að framkvæmdasvæðið verði lokað af á meðan framkvæmdum stendur. Ekki sé gert ráð fyrir að framkvæmdin hafi teljandi áhrif á umferð um garðinn eða nágrenni hans. Leiðin af brúnni yfir Hringbraut inn í garðinn verði lokuð tímabundið en á meðan verði umferð beint um hjáleið. Reykjavík Menningarnótt 17. júní Borgarstjórn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áætlað sé að framkvæmdir hefjist í haust og að þeim verði lokið í júní 2023, en verkið verður áfangaskipt. „Þessi tillaga var sérstaklega kynnt í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í mars síðastliðnum og fór enn fremur fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar í apríl. Hvað verður gert á viðburðarsvæði? Í garðinum verður útbúin álagsþolin viðburðarflöt. Skipt verður um jarðveg á svæðinu og lagðar drenlagnir undir grassvæði. Við grasflötina verður gert nokkuð stórt upphækkað og undirbyggt svæði fyrir svið. Akstursleið fyrir þjónustubíla inn á svæðið verður styrkt. Gróður verður grisjaður og beð stækkuð. Sett verður upp lýsing á svæðinu. Aðstaða fyrir matarvagna verður á aðliggjandi svæði. Loftmynd af viðburðasvæðinu.Reykjavíkurborg Ennfremur segir að framkvæmdasvæðið verði lokað af á meðan framkvæmdum stendur. Ekki sé gert ráð fyrir að framkvæmdin hafi teljandi áhrif á umferð um garðinn eða nágrenni hans. Leiðin af brúnni yfir Hringbraut inn í garðinn verði lokuð tímabundið en á meðan verði umferð beint um hjáleið.
Reykjavík Menningarnótt 17. júní Borgarstjórn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira