Viðskipti innlent

Ráðinn for­stjóri Skaginn 3X og BAADER Ís­land

Atli Ísleifsson skrifar
Sigsteinn Grétarsson.
Sigsteinn Grétarsson. Skaginn 3X

Sigsteinn Grétarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Skaginn 3X og BAADER Ísland. 

Í tilkynningu segir að Sigsteinn sé margreyndur stjórnandi og leiðtogi með margþætta reynslu af alþjóðaviðskiptum og matvælatækni. Hann starfaði hjá Marel í um tuttugu ár og var aðstoðarforstjóri þegar hann lét af störfum árið 2016 til að taka við forstjórastöðu hjá Arctic Green Energy.

„Ráðningin er liður í að styrkja enn frekar stöðuna í íslenska hluta fyrirtækisins sem samanstendur af BAADER Ísland og Skaginn 3X. 

Haft er eftir Robert Focke forstjóra BAADER Fish í Þýskalandi að þetta sé mikilvæg ráðning til að styrkja íslenska stjórnendateymið og að ráðningin sé lykil skref í áætlunum um að vera óumdeildur leiðtogi í heildarkerfum fyrir mismunandi tegundir fisks.

Aðspurður segir Sigsteinn að það séu spennandi verkefni framundan „BAADER hefur verið hornsteinn í Íslenskum sjávarútvegi í yfir 60 ár og hefur við góðan orðstír leitt sjálfvirkni í tækjabúaði. Verkefnin halda áfram og við ætlum okkur að vera sá aðili sem er leiðandi í góðu samstarfi við íslenskan sjávarútveg,“ segir Sigsteinn.

Skaginn3X er hátækniframleiðandi á kæli-, frysti- og vinnslukerfum fyrir alþjóðlegan matvælaiðnað og alþjóðlegur leiðtogi í uppsjávarvinnslukerfum. Systurfyrirtækið þess, BAADER Ísland er innflytjandi, framleiðandi og þjónustuaðili fyrir BAADER, TRIO og SEAC fiskvinnsluvélar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×