Landsbankinn var fyrstu stóru viðskiptabankanna til að hækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar.
Á vef Arion banka segir að breytilegir vextir neytendalána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu þar um, en vextir yfirdráttarlána, nýrra útlána og innlána breytist strax.
Hjá Íslandsbanka var tilkynnt síðastliðinn fimmtudag að vaxtahækkanirnar myndu taka gildi föstudaginn 9. september.
Helstu breytingar hjá Arion banka eru eftirfarandi:
Óverðtryggð íbúðalán
- Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 6,59%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 7,34%.
Verðtryggð íbúðalán
- Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19%
- Verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19%
Kjörvextir
- Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 7,60%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,35%.
- Almennir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,70%
Yfirdráttur og greiðsludreifing
- Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,75 prósentustig
Bílalán
- Kjörvextir bílalána hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 8,00%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,75%.
Innlán
- Breytilegir óverðtryggðir vextir sparnaðarreikninga hækka um allt að 0,75 prósentustig. Vextir veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig,“ segir á vef bankans.
Hjá Íslandsbanka taka eftirfarandi vaxtabreytingar gildi á föstudaginn:
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,75 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,5 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,10 prósentustig.
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka almennt um 0,75 prósentustig. Þann 2. september síðastliðin hækkuðu vextir Ávöxtunar, stafræns reiknings Íslandsbanka, um 1,65 prósentustig.
- Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,75 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig.
- Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.