Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:53 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Einar/Vilhelm Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. Landsbankinn var fyrstu stóru viðskiptabankanna til að hækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar. Á vef Arion banka segir að breytilegir vextir neytendalána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu þar um, en vextir yfirdráttarlána, nýrra útlána og innlána breytist strax. Hjá Íslandsbanka var tilkynnt síðastliðinn fimmtudag að vaxtahækkanirnar myndu taka gildi föstudaginn 9. september. Helstu breytingar hjá Arion banka eru eftirfarandi: Óverðtryggð íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 6,59%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 7,34%. Verðtryggð íbúðalán Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Kjörvextir Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 7,60%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,35%. Almennir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,70% Yfirdráttur og greiðsludreifing Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,75 prósentustig Bílalán Kjörvextir bílalána hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 8,00%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,75%. Innlán Breytilegir óverðtryggðir vextir sparnaðarreikninga hækka um allt að 0,75 prósentustig. Vextir veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig,“ segir á vef bankans. Hjá Íslandsbanka taka eftirfarandi vaxtabreytingar gildi á föstudaginn: Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,75 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,5 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,10 prósentustig. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka almennt um 0,75 prósentustig. Þann 2. september síðastliðin hækkuðu vextir Ávöxtunar, stafræns reiknings Íslandsbanka, um 1,65 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,75 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig. Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi. Arion banki Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Íslandsbanki Tengdar fréttir Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2. september 2022 12:02 Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Landsbankinn var fyrstu stóru viðskiptabankanna til að hækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar. Á vef Arion banka segir að breytilegir vextir neytendalána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu þar um, en vextir yfirdráttarlána, nýrra útlána og innlána breytist strax. Hjá Íslandsbanka var tilkynnt síðastliðinn fimmtudag að vaxtahækkanirnar myndu taka gildi föstudaginn 9. september. Helstu breytingar hjá Arion banka eru eftirfarandi: Óverðtryggð íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 6,59%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 7,34%. Verðtryggð íbúðalán Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Kjörvextir Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 7,60%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,35%. Almennir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,70% Yfirdráttur og greiðsludreifing Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,75 prósentustig Bílalán Kjörvextir bílalána hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 8,00%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,75%. Innlán Breytilegir óverðtryggðir vextir sparnaðarreikninga hækka um allt að 0,75 prósentustig. Vextir veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig,“ segir á vef bankans. Hjá Íslandsbanka taka eftirfarandi vaxtabreytingar gildi á föstudaginn: Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,75 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,5 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,10 prósentustig. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka almennt um 0,75 prósentustig. Þann 2. september síðastliðin hækkuðu vextir Ávöxtunar, stafræns reiknings Íslandsbanka, um 1,65 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,75 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig. Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.
Arion banki Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Íslandsbanki Tengdar fréttir Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2. september 2022 12:02 Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2. september 2022 12:02
Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41