Að hneppa þjóð í þrældóm Dagur Ingi Ólafsson skrifar 5. september 2022 11:00 Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun