Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2022 11:37 Björgvin Franz verður Billy Flynn. Aðsent Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein. Það verður því spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Billys. Þess má geta að faðir Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson heitinn, þýddi söngleikinn Chicago. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Chicago. Ásamt Björgvini Franz leikur Jóhanna Guðrún Velmu, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý, Margrét Eir leikur fangelsisvörðinn og Arnþór Þórsteinsson leikur Amos. Leiklistin í blóðinu Björgvin Franz var í viðtali í hlaðvarpinu Jákastið á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars um starfið sem skemmtikraftur, leiklistina, hjónabönd, vinasambönd og að vinna úr áföllum. „Ég held að ég sé ekkert tilbúinn til að festa mig algjörlega einhvers staðar nema sú vinna gæti boðið upp á að ég væri að gera mjög fjölbreytt verkefni,“ sagði Björgvin meðal annars í viðtalinu en hann er yfirleitt með marga hatta á sér í einu og starfar meðal annars við sönginn, leiklistina, kennslu og sem skemmtikraftur svo eitthvað sé nefnt. „Fæstir velja þetta, þetta er eitthvað sem velur þig. Ég vel ekki listina, þetta velur mig,“ útskýrir Björgvin í myndbandinu. „Ég gat ekkert annað. Það er ekkert bara af því að ég ólst upp á heimili þar sem voru tveir leikarar“ Björgvin segir að hann hafi náð að búa til alvöru vinnu úr ástríðunni sinni. „Eitthvað sem gleður, eitthvað sem kætir, eitthvað sem skilur fólk eftir í gleði. Það er svo rewarding.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Leikhús Akureyri Jákastið Menning Tengdar fréttir Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 „Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00 „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein. Það verður því spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Billys. Þess má geta að faðir Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson heitinn, þýddi söngleikinn Chicago. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Chicago. Ásamt Björgvini Franz leikur Jóhanna Guðrún Velmu, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý, Margrét Eir leikur fangelsisvörðinn og Arnþór Þórsteinsson leikur Amos. Leiklistin í blóðinu Björgvin Franz var í viðtali í hlaðvarpinu Jákastið á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars um starfið sem skemmtikraftur, leiklistina, hjónabönd, vinasambönd og að vinna úr áföllum. „Ég held að ég sé ekkert tilbúinn til að festa mig algjörlega einhvers staðar nema sú vinna gæti boðið upp á að ég væri að gera mjög fjölbreytt verkefni,“ sagði Björgvin meðal annars í viðtalinu en hann er yfirleitt með marga hatta á sér í einu og starfar meðal annars við sönginn, leiklistina, kennslu og sem skemmtikraftur svo eitthvað sé nefnt. „Fæstir velja þetta, þetta er eitthvað sem velur þig. Ég vel ekki listina, þetta velur mig,“ útskýrir Björgvin í myndbandinu. „Ég gat ekkert annað. Það er ekkert bara af því að ég ólst upp á heimili þar sem voru tveir leikarar“ Björgvin segir að hann hafi náð að búa til alvöru vinnu úr ástríðunni sinni. „Eitthvað sem gleður, eitthvað sem kætir, eitthvað sem skilur fólk eftir í gleði. Það er svo rewarding.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikhús Akureyri Jákastið Menning Tengdar fréttir Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 „Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00 „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30
„Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00
„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00