Segir myndatökur á slysstað hafa valdið slysum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 17:29 Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Arnar Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dæmi séu um að myndatökur á slysstað hafi valdið umferðaróhöppum. Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26