Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. september 2022 07:38 Hæstiréttur mun ekki taka mál Eimskipafélagsins fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu. Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla. Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla.
Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira