Real Madríd talið líklegast til að vinna Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 23:30 Leikmenn Real fagna í úrslitaleiknum síðasta vor. EPA-EFE/YOAN VALAT Tölfræðiveitan Gracenote telur líklegast að Real Madríd vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla á þessari leiktíð og verji þar með titil sinn. Samkvæmt útreikningum veitunnar eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira