Segir að um augljóst brot á Ødegaard hafi verið að ræða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 11:01 Norðmaðurinn Martin Ødegaard og Daninn Christian Eriksen áttust við á sunnudaginn. Michael Regan/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Dermot Gallagher starfar í dag fyrir Sky Sports á Englandi og fer þar reglulega yfir umdeildustu dómaraákvarðanir liðinnar helgar. Það var af nægu að taka í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem myndbandsdómgæslan var enn og aftur þrætueplið. Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð. Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31
Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31
Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24