Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2022 20:31 Stefanía fór létt með það að taka fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti. Fögrusteinar munu sjá um verkið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Bláskógabyggð en nú hefur sveitarfélagið úthlutað 38 íbúðarlóðum, fyrir einbýlis- par og raðhús. Samhliða því er hafnar framkvæmdir við nýjar götur í Reykholt og Laugarvatni til að bregðast við eftirspurninni. Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira