Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 23:15 Magnús Aron neitaði sök þegar mál á hendur honum var þingfest 30. ágúst síðastliðinn. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. Þetta kemur fram gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti 2. ágúst síðastliðinn og var birtur nýverið. Þar segir að mat dómskvadds geðlæknis á geðheilbrigði Magnúsar Arons sé að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því sé ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði hann fundinn sekur. Hafi veist með hrottalegum hætti að nágranna sínum Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Neitar sök og segir nágrannann hafa verið ógnandi Magnús Aron neitar sök í málinu og í úrskurði héraðsdóms kemur fram að hann hafi sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, hann hafi hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús hafi sagt mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms segir að Magnús Aron eigi sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar og hann hafi jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu sé hann talinn afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur er um að Magnús Aron hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þá segir jafnframt að það stríði gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þetta kemur fram gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti 2. ágúst síðastliðinn og var birtur nýverið. Þar segir að mat dómskvadds geðlæknis á geðheilbrigði Magnúsar Arons sé að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því sé ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði hann fundinn sekur. Hafi veist með hrottalegum hætti að nágranna sínum Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Neitar sök og segir nágrannann hafa verið ógnandi Magnús Aron neitar sök í málinu og í úrskurði héraðsdóms kemur fram að hann hafi sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, hann hafi hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús hafi sagt mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms segir að Magnús Aron eigi sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar og hann hafi jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu sé hann talinn afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur er um að Magnús Aron hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þá segir jafnframt að það stríði gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34