Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2022 10:00 Selfyssingar fagna sigrinum í Grill 66 deild kvenna á síðasta tímabili. selfoss Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti
Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00