Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Elísabet Hanna skrifar 6. september 2022 20:39 Það er óhætt að segja að atburðir í kringum kvikmyndina Don´t Worry Darling gætu verið bíómynd út á fyrir sig. Getty/John Phillips/Stephane Cardinale - Corbis/Elisabetta A. Villa Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. Olivia Wilde leikstýrir myndinni Olivia Wilde byrjaði ung að starfa sem leikkona og ferillinn hennar fór almennilega af stað árið 2004 þegar hún fór með hlutverk Alex í þáttunum The O.C. Síðan þá hefur tekið þátt í mörgum verkefnum í gegnum árin en það var svo árið 2019 sem hún leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Booksmart. Olivia Wilde fór með hlutverk Alex í þáttunum The O.C. sem var kærasta Seth Cohen og síðar Marissu Cooper.Getty/L. Cohen Don't Worry Darling er því hennar önnur mynd í leikstjórastólnum og er hún nú þegar komin af stað í framleiðslu á tveimur framtíðarverkefnum. Shia LaBeouf ekki lengur í myndinni Í upphafi framleiðslu myndarinnar, í apríl 2020, lá það fyrir að Shia Labeouf og Florence Pugh áttu að fara með aðalhlutverk myndarinnar. Shia hefur verið gagnrýndur í sínu persónulega lífi í gegnum tíðina. Það var svo í september árið 2020 sem það var tilkynnt að annar leikari væri að taka við hlutverki Shia. Shia LaBeouf er líklega þekktastur fyrir leik sinn í Even Stevens, Transformers og Disturbia.Getty/Rich Fury Harry Styles ráðinn í staðinn Tónlistarmaðurinn, leikarinn og hjartaknúsarinn Harry Styles var ráðinn í hlutverkið. Í kjölfarið myndaðist spenningur fyrir kvikmyndinni á meðal aðdáenda hans en þá hafði hann meðal annars leikið í kvikmyndinni Dunkirk. Harry Styles hefur það gott á topnnum.Getty/James Devaney Olivia skilur við Jason Sudeikis og byrjar með Harry Styles Parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis byrjaði saman árið 2011 og eiga saman tvö börn. Þau voru trúlofuð í sjö ár en í nóvember 2020 tilkynntu þau um áform sín um að halda í sitthvora áttina og hætta saman. Jason hefur síðan þá tjáð sig í viðtali við GQ að hann muni vonandi skilja betur hvað átti sér stað með tímanum því hann hafi komið af fjöllum. Tveimur mánuðum síðar, í janúar 2021, var Harry boðið í brúðkaup Jeffrey Azoff sem er umboðsmaður hans. Þar gaf hann saman umboðsmanninn og eiginkonu hans Glenne Christiaansen. Aðeins sextán voru viðstaddir brúðkaupið vegna Covid en samt sem áður fékk Styles að bjóða Oliviu Wilde með sér og sáust þau leiðast. Harry Styles og Olivia Wilde í mars á þessu ári.Getty/Neil Mockford Jason stefnir Oliviu uppi á sviði Dágóð pása var á viðburðum tengdum myndinni. Það var svo í apríl á þessu ári sem Olivia Wilde var uppi á sviði á CinemaCon að kynna myndina, þegar kona gekk upp að sviðinu með umslag í hendinni og rennir því til hennar. Umslagið var merkt „persónulegt og trúnaðarupplýsingar.“ Olivia ákvað að opna það á sviðinu eftir að hafa sagt við áhorfendurna að þetta væri mjög dularfullt og hún héldi að um einhvers konar handrit væri að ræða. Hún opnaði umslagið þar sem hún stóð fyrir framan fullan sal af fólki og sagði svo í kjölfarið „Allt í góðu, náði þessu, takk fyrir.“ Næst lokaði hún svo umslaginu og hélt áfram með kynninguna og voru áhorfendur eitt stórt spurningamerki samkvæmt þeim sem voru í salnum. Olivia sagðist hafa rekið Shia LaBeouf Nýlega kom Olivia fram í viðtali við Variety og sagði hann hafi verið rekinn vegna þess að hann byggi yfir „árásargjarnri orku.“ Hún sagði einnig að hún hafi viljað að leikkonunni Florence Pugh liði öruggri og vel á tökustað. Hún óskaði LaBeouf „heilsu og þróunar“ í framtíðinni og bætti við: „Ferlið hans var ekki til þess fallið að stuðla að því andrúmslofti sem ég krefst í framleiðslu minni. Hann fer eftir ferlum sem að sumu leyti virðast krefjast „árásargjarnar orku“ og ég persónulega trúi því ekki að það stuðli að bestu frammistöðunni,“ er haft eftir Oliviu. „Ég tel það að skapa öruggt og traust umhverfi sé besta leiðin til að fá fólk til að skila sinni bestu vinnu. Á endanum er það ábyrgð mín, gagnvart teyminu og leikarahópnum að vernda þau. Það var starf mitt,“ sagði hún einnig í viðtalinu við Variety. View this post on Instagram A post shared by Variety (@variety) Shia LaBeouf ósáttur og vildi sannleikann Í kjölfar viðtals Oliviu við Variety, þar sem hún segist hafa rekið hann, fannst Shia hann knúinn til þess að tjá sig um málið.„Brottreksturinn átti sér aldrei stað, Olivia," sagði Shia LaBeouf meðal annars í bréfi, sem hann sendi til hennar og deildi að lokum með Variety til birtingar. Í því segist hann sjálfur hafa hætt í verkefninu og bætti við: „Þó að ég skilji það fullkomlega hversu aðlaðandi það er að ýta undir þá sögu vegna núverandi landslags í samfélaginu, félagslega gjaldmiðilsins sem það hefur í för með sér. Þá er það er ekki sannleikurinn. Þannig að ég bið þig auðmjúklega, sem einstaklingur sem er að reyna að gera hlutina rétta, að þú leiðréttir frásögnina eins vel og þú getur,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Variety (@variety) Bað hann að koma til baka eftir að hann hætti Í kjölfar þessarar yfirlýsingar Shia, sem Olivia virðist ekki hafa svarað, var myndbandi af henni lekið á netið. Virðist sem myndbandið sé myndbandsskilaboð sem hún sendi til leikarans.Þar má heyra hana reyna að sannfæra hann um að koma aftur inn í verkefnið. Í myndbandinu heyrist hún einnig tala um aðalleikkonu myndarinnar Florence Pugh og lýsir henni sem hluta af vandamálinu. „Mér líður eins og ég sé ekki tilbúin til að gefast upp á þessu ennþá, og ég er með brotið hjarta og mig langar að finna lausn þessu. Veistu, ég held að þetta gæti verið smá uppvakning fyrir ungfrú Flo,“ sagði hún um aðalleikonuna. „Ég vil vita hvort þú sért opinn fyrir því að gefa þessu tækifæri með mér, með okkur. Ef hún skuldbindur sig virkilega, ef hún leggur hug sinn og hjarta í verkefnið á þessum tímapunkti og ef þið getið samið um frið. Ég virði þitt sjónarmið, og ég virði hennar. Ef þið getið gert það, hvað finnst ykkur? Er von? Er von? Viltu láta mig vita?" Rauði dregillinn í gær fyrir meinta hrákann og kossinn. Nick Kroll, Florence Pugh, Chris Pine, Olivia Wilde, Sydney Chandler, Harry Styles og Gemma Chan.Getty/Dominique Charriau Ósætti milli Oliviu Wilde og Florence Pugh Eftir að myndbandið lak af Oliviu að tala um Florence, þar sem hún var að reyna að fá leikarann Shia aftur í hlutverkið, fóru sögusagnir af ósætti á milli Oliviu og Florence á kreik. Florence ákvað að mæta ekki á fjölmiðlaviðburðinn í gær heldur aðeins labba rauða dregilinn í Feneyjum, þar sem hún mætti með ömmu sína sér við hlið. Stílistinn hennar, Rebecca Corbin-Murray, setti inn mynd af henni fyrir viðburðinn með textanum: Miss Flo. Þar vitnar hún líklega í upptökuna af Oliviu þar sem hún kallaði hana Miss Flo. View this post on Instagram A post shared by Rebecca Corbin-Murray (@rebeccacorbinmurray) Olivia mætti og aftur á móti og svaraði spurningum blaðamanna fyrir sýninguna. Þar bannaði hún spurningar um Shia LaBeouf. Olivia sagði ósættið vera slúður Hún svaraði þó spurningum um meint ósætti hennar og Florence Pugh eftir að upptakan lak og var beðin um að hreinsa loftið. Þá byrjaði hún á því að segja að Florence væri mikið afl (e. force) og bætti við: „Hvað varðar allt endalausa slúðrið og allan hávaðann þarna úti, ég meina, internetið nærir sig sjálft,“ sagði Olivia. „Mér finnst ég ekki þurfa að leggja mitt af mörkum. Það er nægilega vel nært.“ Leikstjórinn sagði það einnig alltaf hafi staðið til að Florence myndi ekki mæta á blaðamannafundinn því hún væri bundin í öðru verkefni. Á sama tíma var myndbandi deilt af Florence í Feneyjum, þar sem viðburðurinn fór fram, með kokteil. Chris Pine að taka myndir af Florence Pugh á rauða dreglinum á Venice International Film Festival í gær fyrir sýningu á myndinni.Getty/Daniele Venturelli Harry Styles virtist hrækja á Chris Pine Í myndbandi frá frumsýningu myndarinnar í gær, eftir blaðamannaviðburðinn, virtist Harry Styles hrækja á samleikara sinn Chris Pine. Óljóst er hvað átti að hafa valdið því en myndbandið vakti mikið umtal, meðal annars á miðlinum Twitter. Did Harry Styles just spit on Chris Pine?? #DontWorryDarling pic.twitter.com/V79mMi8CQs— Matt Ramos (@therealsupes) September 6, 2022 Harry Styles kyssti Nick Kroll á munninn Þegar sýningu á myndinni í gær var lokið og heljarinnar fjögurra mínútna uppklapp var í í salnum gerði Harry Styles sér lítið fyrir og smellti einum kossi beint á munninn á leikaranum Nick Kroll líkt og sjá má á myndböndum frá viðburðinum. Harry Styles and Nick Kroll during the standing ovation of DON T WORRY DARLING at Venice Film Festival. pic.twitter.com/NWnMwRF3eq— Film Updates (@FilmUpdates) September 5, 2022 Netverjar óskuðu eftir svörum Á Twitter hafa leitarorðin „Don't Worry Darling" verið vinsæl í dag. Netverjar virðast vera eitt stórt spurningamerki eftir atburði gærdagsins, og síðustu mánaða í heild sinni. Sumir telja jafnvel að um samsæri eða stórkostlega markaðssetningu sé að ræða. Don t you get it? There IS no Don t Worry Darling. All of this is the movie. The trailer, the feuds, the relationship, the custody papers, the press, spitting on Chris Pine, kissing Nick Kroll, all of this is the movie pic.twitter.com/GRa9Xn5Yo6— Frankie Becerra (@FrankiesYourFav) September 6, 2022 someone needs to begin a full fledged investigation into what happened on that don t worry darling set wdym harry styles spitting on chris pine on NATIONAL TELEVISION? pic.twitter.com/jpow9JT8pk— ceo of kory (@korysverse) September 6, 2022 Not Olivia Wilde saying Florence Pugh couldn t make the the Don t Worry Darling press conference because of scheduling conflicts and her literally being in Venice at the same time with this energy #DontWorryDarling https://t.co/QqXyYuUAkG— LOTVF (@lotsoftvfeels) September 5, 2022 #HarryStyles appears to spit on Chris Pine i won't sleep until i know the truth pic.twitter.com/wLXjIHTYgU— JZMaclin (@Mac70J) September 6, 2022 Stjörnurnar byrjaðar að tjá sig Talsmaður Chris Pine hefur nú tjáð sig um atvikið við People og segir Harry ekki hafa hrækt á leikarann. „Það er ekkert nema virðing á milli þessara tveggja manna og allar uppástungur um annað eru tilraun til þess að búa til drama. sem einfaldlega er ekki til,“ sagði hann einnig. Tíminn mun eflaust leiða í ljós hvað talsmenn Florence, Harry, Shia og Oliviu hafa um málið að segja og hvort að það muni svara einhverjum spurningum. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. 29. apríl 2022 20:00 Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Olivia Wilde leikstýrir myndinni Olivia Wilde byrjaði ung að starfa sem leikkona og ferillinn hennar fór almennilega af stað árið 2004 þegar hún fór með hlutverk Alex í þáttunum The O.C. Síðan þá hefur tekið þátt í mörgum verkefnum í gegnum árin en það var svo árið 2019 sem hún leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Booksmart. Olivia Wilde fór með hlutverk Alex í þáttunum The O.C. sem var kærasta Seth Cohen og síðar Marissu Cooper.Getty/L. Cohen Don't Worry Darling er því hennar önnur mynd í leikstjórastólnum og er hún nú þegar komin af stað í framleiðslu á tveimur framtíðarverkefnum. Shia LaBeouf ekki lengur í myndinni Í upphafi framleiðslu myndarinnar, í apríl 2020, lá það fyrir að Shia Labeouf og Florence Pugh áttu að fara með aðalhlutverk myndarinnar. Shia hefur verið gagnrýndur í sínu persónulega lífi í gegnum tíðina. Það var svo í september árið 2020 sem það var tilkynnt að annar leikari væri að taka við hlutverki Shia. Shia LaBeouf er líklega þekktastur fyrir leik sinn í Even Stevens, Transformers og Disturbia.Getty/Rich Fury Harry Styles ráðinn í staðinn Tónlistarmaðurinn, leikarinn og hjartaknúsarinn Harry Styles var ráðinn í hlutverkið. Í kjölfarið myndaðist spenningur fyrir kvikmyndinni á meðal aðdáenda hans en þá hafði hann meðal annars leikið í kvikmyndinni Dunkirk. Harry Styles hefur það gott á topnnum.Getty/James Devaney Olivia skilur við Jason Sudeikis og byrjar með Harry Styles Parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis byrjaði saman árið 2011 og eiga saman tvö börn. Þau voru trúlofuð í sjö ár en í nóvember 2020 tilkynntu þau um áform sín um að halda í sitthvora áttina og hætta saman. Jason hefur síðan þá tjáð sig í viðtali við GQ að hann muni vonandi skilja betur hvað átti sér stað með tímanum því hann hafi komið af fjöllum. Tveimur mánuðum síðar, í janúar 2021, var Harry boðið í brúðkaup Jeffrey Azoff sem er umboðsmaður hans. Þar gaf hann saman umboðsmanninn og eiginkonu hans Glenne Christiaansen. Aðeins sextán voru viðstaddir brúðkaupið vegna Covid en samt sem áður fékk Styles að bjóða Oliviu Wilde með sér og sáust þau leiðast. Harry Styles og Olivia Wilde í mars á þessu ári.Getty/Neil Mockford Jason stefnir Oliviu uppi á sviði Dágóð pása var á viðburðum tengdum myndinni. Það var svo í apríl á þessu ári sem Olivia Wilde var uppi á sviði á CinemaCon að kynna myndina, þegar kona gekk upp að sviðinu með umslag í hendinni og rennir því til hennar. Umslagið var merkt „persónulegt og trúnaðarupplýsingar.“ Olivia ákvað að opna það á sviðinu eftir að hafa sagt við áhorfendurna að þetta væri mjög dularfullt og hún héldi að um einhvers konar handrit væri að ræða. Hún opnaði umslagið þar sem hún stóð fyrir framan fullan sal af fólki og sagði svo í kjölfarið „Allt í góðu, náði þessu, takk fyrir.“ Næst lokaði hún svo umslaginu og hélt áfram með kynninguna og voru áhorfendur eitt stórt spurningamerki samkvæmt þeim sem voru í salnum. Olivia sagðist hafa rekið Shia LaBeouf Nýlega kom Olivia fram í viðtali við Variety og sagði hann hafi verið rekinn vegna þess að hann byggi yfir „árásargjarnri orku.“ Hún sagði einnig að hún hafi viljað að leikkonunni Florence Pugh liði öruggri og vel á tökustað. Hún óskaði LaBeouf „heilsu og þróunar“ í framtíðinni og bætti við: „Ferlið hans var ekki til þess fallið að stuðla að því andrúmslofti sem ég krefst í framleiðslu minni. Hann fer eftir ferlum sem að sumu leyti virðast krefjast „árásargjarnar orku“ og ég persónulega trúi því ekki að það stuðli að bestu frammistöðunni,“ er haft eftir Oliviu. „Ég tel það að skapa öruggt og traust umhverfi sé besta leiðin til að fá fólk til að skila sinni bestu vinnu. Á endanum er það ábyrgð mín, gagnvart teyminu og leikarahópnum að vernda þau. Það var starf mitt,“ sagði hún einnig í viðtalinu við Variety. View this post on Instagram A post shared by Variety (@variety) Shia LaBeouf ósáttur og vildi sannleikann Í kjölfar viðtals Oliviu við Variety, þar sem hún segist hafa rekið hann, fannst Shia hann knúinn til þess að tjá sig um málið.„Brottreksturinn átti sér aldrei stað, Olivia," sagði Shia LaBeouf meðal annars í bréfi, sem hann sendi til hennar og deildi að lokum með Variety til birtingar. Í því segist hann sjálfur hafa hætt í verkefninu og bætti við: „Þó að ég skilji það fullkomlega hversu aðlaðandi það er að ýta undir þá sögu vegna núverandi landslags í samfélaginu, félagslega gjaldmiðilsins sem það hefur í för með sér. Þá er það er ekki sannleikurinn. Þannig að ég bið þig auðmjúklega, sem einstaklingur sem er að reyna að gera hlutina rétta, að þú leiðréttir frásögnina eins vel og þú getur,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Variety (@variety) Bað hann að koma til baka eftir að hann hætti Í kjölfar þessarar yfirlýsingar Shia, sem Olivia virðist ekki hafa svarað, var myndbandi af henni lekið á netið. Virðist sem myndbandið sé myndbandsskilaboð sem hún sendi til leikarans.Þar má heyra hana reyna að sannfæra hann um að koma aftur inn í verkefnið. Í myndbandinu heyrist hún einnig tala um aðalleikkonu myndarinnar Florence Pugh og lýsir henni sem hluta af vandamálinu. „Mér líður eins og ég sé ekki tilbúin til að gefast upp á þessu ennþá, og ég er með brotið hjarta og mig langar að finna lausn þessu. Veistu, ég held að þetta gæti verið smá uppvakning fyrir ungfrú Flo,“ sagði hún um aðalleikonuna. „Ég vil vita hvort þú sért opinn fyrir því að gefa þessu tækifæri með mér, með okkur. Ef hún skuldbindur sig virkilega, ef hún leggur hug sinn og hjarta í verkefnið á þessum tímapunkti og ef þið getið samið um frið. Ég virði þitt sjónarmið, og ég virði hennar. Ef þið getið gert það, hvað finnst ykkur? Er von? Er von? Viltu láta mig vita?" Rauði dregillinn í gær fyrir meinta hrákann og kossinn. Nick Kroll, Florence Pugh, Chris Pine, Olivia Wilde, Sydney Chandler, Harry Styles og Gemma Chan.Getty/Dominique Charriau Ósætti milli Oliviu Wilde og Florence Pugh Eftir að myndbandið lak af Oliviu að tala um Florence, þar sem hún var að reyna að fá leikarann Shia aftur í hlutverkið, fóru sögusagnir af ósætti á milli Oliviu og Florence á kreik. Florence ákvað að mæta ekki á fjölmiðlaviðburðinn í gær heldur aðeins labba rauða dregilinn í Feneyjum, þar sem hún mætti með ömmu sína sér við hlið. Stílistinn hennar, Rebecca Corbin-Murray, setti inn mynd af henni fyrir viðburðinn með textanum: Miss Flo. Þar vitnar hún líklega í upptökuna af Oliviu þar sem hún kallaði hana Miss Flo. View this post on Instagram A post shared by Rebecca Corbin-Murray (@rebeccacorbinmurray) Olivia mætti og aftur á móti og svaraði spurningum blaðamanna fyrir sýninguna. Þar bannaði hún spurningar um Shia LaBeouf. Olivia sagði ósættið vera slúður Hún svaraði þó spurningum um meint ósætti hennar og Florence Pugh eftir að upptakan lak og var beðin um að hreinsa loftið. Þá byrjaði hún á því að segja að Florence væri mikið afl (e. force) og bætti við: „Hvað varðar allt endalausa slúðrið og allan hávaðann þarna úti, ég meina, internetið nærir sig sjálft,“ sagði Olivia. „Mér finnst ég ekki þurfa að leggja mitt af mörkum. Það er nægilega vel nært.“ Leikstjórinn sagði það einnig alltaf hafi staðið til að Florence myndi ekki mæta á blaðamannafundinn því hún væri bundin í öðru verkefni. Á sama tíma var myndbandi deilt af Florence í Feneyjum, þar sem viðburðurinn fór fram, með kokteil. Chris Pine að taka myndir af Florence Pugh á rauða dreglinum á Venice International Film Festival í gær fyrir sýningu á myndinni.Getty/Daniele Venturelli Harry Styles virtist hrækja á Chris Pine Í myndbandi frá frumsýningu myndarinnar í gær, eftir blaðamannaviðburðinn, virtist Harry Styles hrækja á samleikara sinn Chris Pine. Óljóst er hvað átti að hafa valdið því en myndbandið vakti mikið umtal, meðal annars á miðlinum Twitter. Did Harry Styles just spit on Chris Pine?? #DontWorryDarling pic.twitter.com/V79mMi8CQs— Matt Ramos (@therealsupes) September 6, 2022 Harry Styles kyssti Nick Kroll á munninn Þegar sýningu á myndinni í gær var lokið og heljarinnar fjögurra mínútna uppklapp var í í salnum gerði Harry Styles sér lítið fyrir og smellti einum kossi beint á munninn á leikaranum Nick Kroll líkt og sjá má á myndböndum frá viðburðinum. Harry Styles and Nick Kroll during the standing ovation of DON T WORRY DARLING at Venice Film Festival. pic.twitter.com/NWnMwRF3eq— Film Updates (@FilmUpdates) September 5, 2022 Netverjar óskuðu eftir svörum Á Twitter hafa leitarorðin „Don't Worry Darling" verið vinsæl í dag. Netverjar virðast vera eitt stórt spurningamerki eftir atburði gærdagsins, og síðustu mánaða í heild sinni. Sumir telja jafnvel að um samsæri eða stórkostlega markaðssetningu sé að ræða. Don t you get it? There IS no Don t Worry Darling. All of this is the movie. The trailer, the feuds, the relationship, the custody papers, the press, spitting on Chris Pine, kissing Nick Kroll, all of this is the movie pic.twitter.com/GRa9Xn5Yo6— Frankie Becerra (@FrankiesYourFav) September 6, 2022 someone needs to begin a full fledged investigation into what happened on that don t worry darling set wdym harry styles spitting on chris pine on NATIONAL TELEVISION? pic.twitter.com/jpow9JT8pk— ceo of kory (@korysverse) September 6, 2022 Not Olivia Wilde saying Florence Pugh couldn t make the the Don t Worry Darling press conference because of scheduling conflicts and her literally being in Venice at the same time with this energy #DontWorryDarling https://t.co/QqXyYuUAkG— LOTVF (@lotsoftvfeels) September 5, 2022 #HarryStyles appears to spit on Chris Pine i won't sleep until i know the truth pic.twitter.com/wLXjIHTYgU— JZMaclin (@Mac70J) September 6, 2022 Stjörnurnar byrjaðar að tjá sig Talsmaður Chris Pine hefur nú tjáð sig um atvikið við People og segir Harry ekki hafa hrækt á leikarann. „Það er ekkert nema virðing á milli þessara tveggja manna og allar uppástungur um annað eru tilraun til þess að búa til drama. sem einfaldlega er ekki til,“ sagði hann einnig. Tíminn mun eflaust leiða í ljós hvað talsmenn Florence, Harry, Shia og Oliviu hafa um málið að segja og hvort að það muni svara einhverjum spurningum.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. 29. apríl 2022 20:00 Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. 29. apríl 2022 20:00
Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. 4. janúar 2021 19:07