Hljóta heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. september 2022 11:54 Albert Serra og Alexandre O. Philippe Samsett/Getty Kvikmyndaleikstjórarnir Albert Serra og Alexandre O. Philippe fá heiðursverðlaun RIFF í ár. Leikstjórarnir tveir verða staddir á Íslandi við upphaf hátíðarinnar þann 29. september, en hún stendur til 9. október. Í tilkynningu frá RIFF kemur fram að leikstjórarnir hljóti verðlaunin í ár „fyrir framúrskarandi listræna sýn.“ Hátíðin fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár og fjöldi málþinga verða haldin um ólík viðfangsefni mynda sem tengjast meðal annars mannréttindum og umhverfisvernd. „Albert og Alexandre eru ólíkir kvikmyndaleikstjórar en bera af í heimi leikstjóra og hafa hlotið mikla viðurkenningu fyrir störf sín á erlendum vettvangi,“ segir í tilkynningu RIFF „Þeir munu kynna myndir sínar, þrjár myndir eftir hvorn um sig fyrir áhorfendum í Háskólabíói og vera með sameiginlegan masterklassa laugardaginn 1. okt. Meðal mynda sem verða sýndar er nýjasta mynd Albert Serra, Kyrrahafsskáldskapur (Pacifiction), sem frumsýnd var við mikinn fögnuð í Cannes í vor. RIFF frumsýnir einnig splunkunýja mynd eftir Alexandre Philippe, Lynch/Oz, sem frumsýnd var á Tribeca fyrr í sumar og fjallar um verk Davids Lynch en Philippe er oft kallaður kvikmyndaleikstjóri kvikmyndaleikstjóra.“ Albert Serra Albert Serra er katalónskur listamaður og kvikmyndagerðarmaður sem fæddist árið 1975 á Spáni. Hann hefur getið sér gott orð bæði í leikhúsi og kvikmyndum, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Evrópskar goðsagnir, saga og bókmenntir eru honum ofarlega í huga – og birtast oft í verkum hans. Hann hefur verið iðinn við kvikmyndagerð síðan 2004 og gert verðlaunaðar myndir eins og Honour of the Knights (2007), The Death of Louis XIV (2016), Story of My Death (2013), sem hlaut Gyllta hlébarðann, aðalverðlaun Locarno kvikmyndahátíðarinnar, og Freedom (2016) sem fékk sérstök dómaraverðlaun Cannes 2019. Serra er skemmtilegur og dularfullur sérvitringur, sem hefur látið ýmis eftirtektarverð ummæli falla – til að mynda um leikarastéttina sem honum finnst skorta gáfur og samanstanda af heldur veiklyndum persónum. Hann notar enda ómenntaða leikara þegar færi gefst. Kvikmyndir hans stíga þó alls ekki fast til jarðar í skoðunum eða boðskap – heldur einkennast þær af hægfara listrænum takti án fléttu. Í nýrri kvikmynd hans Kyrrahafsskáldskapur kveður við nýjan tón bæði í höfundaverki hans og kvikmyndalistinni sjálfri. Þar heldur sérstæður stíll hans uppi söguþræði og hættulegu andrúmslofti í þessari rólegu og listrænu spennumynd. Myndin verður sýn á RIFF nú í haust ásamt myndunum Birdsong og Honor of the Knights.Myndirnar eru í anda þeirrar sýnar Serra að fanga andrúmsloft fremur en að vera sannur tilteknum söguþræði. Fyrri myndin fjallar um vitringana þrjá og ferðalag þeirra í leit að Jesúbarninu og er að hluta tekin upp á Íslandi. Síðari myndin fjallar um samskipti Don Kíkóta við sinn trúfasta þjón Sancho Panza. Kyrrahafsskáldskapur / Pacifiction / Tourment sur les îles Albert Serra, 2022, 162 mínútur „Á Tahiti þræðir landstjóri lýðveldisins og franski embættismaðurinn, De Roller, hvert skúmaskot, allt frá efsta lagi samfélagsins til hinna skuggalegustu staða. Hann blandar geði við háa sem lága og áhorfandinn fær innsýn í áhættuna sem hvílir á herðum embættismannsins og hið viðkvæma pólitíska og félagslega jafnvægi á kyrrahafseyjunni. Orðrómurinn um endurupptöku á kjarnavopnatilraunum Frakka á svæðinu er ágengur. Hæg uppbygging myndarinnar og framsetning hennar samræmist fullkomlega lands- og loftslagi Tahiti eyjunnar í frönsku Pólinesíu. Albert Serra ýtir áhorfandanum inn í rakt og hættulegt andrúmsloftið í þessari listrænu, pólitísku spennusögu. Það er nánast hægt að þreifa stað, tíma og tilfinningu í hægri uppbyggingu sem afhjúpar umfang viðfangsefnisins taktfast og án undankomuleiða.“ Benoît Magimel hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem landsstjórinn De Roller. Í beinhvítum nýlendubúningi dregur hann upp skýra mynd af þeim þrýstingi sem embættismaðurinn er undir, heimurinn allur og kvikmyndin sjálf. Kvikmyndagerðarmaður kvikmyndagerðarmanna - Alexandre O. Philippe Alexandre O. Philippe, sem er listrænn stjórnandi Exhibit A Pictures, hefur getið sér gott orð fyrir heimildamyndir sínar sem eiga flestar það sameiginlegt að greina og kryfja poppkúltúr, áhrifamiklar kvikmyndir og senur. „Í gegnum höfundaverk sín, sem samanstanda meðal annars af myndum eins og Doc of the Dead (SXSW 2014), 78/52: Hitchcock’s Shower Scene (Sundance Film Festival 2017), og Memory: The Origins of Alien (Sundance Film Festival 2019), hefur hann þróað sinn eigin stíl í formi kvikmyndaesseyju, þar sem hann skoðar kvikmyndalistina og iðkendur hennar. Í póstmóderníska meistaraverkinu 78/52: Hitchcock’s Shower Scene tekur hann sturtusenuna í verki Hitchcocks í sundur og greinir.“ Aðrar þekktar myndir hans eru meðal annars The People vs. George Lucas og nýlegar myndir eru Leap of Faith: William Friedkin on the Exorcist (Venice Film Festival 2019, Sundance Film Festival 2020), og The Taking, sem var frumsýnd á BFI kvikmyndahátíðinni í London og Fantastic Fest árið 2021. „Alexandre segir hæfileikann til að skapa marglaga senur sé ekki öllum gefinn og mikið af kvikmyndagerð sé alveg laus við slíkt listfengi. Hann segir ekkert stórkostlegra listform en það sem nær samstundis tökum á áhorfandanum, en hann getur þó endurskoðað og þá fundið sífellt nýja fleti sem ná nýjum tökum á áhorfandanum. Eftir heimsfaraldur kórónaveiru hefur menningarneysla tekið breytingum og dregið hefur úr kvikmyndahúsasókn. Kvikmyndahátíðir á borð við RIFF, sem auka efnisframboð og fjölbreytileika, eru mikilvægar menningarauðginni og Alexandre telur þann samfélagslega hátt, að horfa á kvikmynd með stórum hópi fólks í kvikmyndahúsi, gefa skynjun og skilningi mikið gildi.“ Lynch/Oz er tíunda mynd Alexandre í fullri lengd og fjallar um varanlegt samlífi sívinsæla ævintýrisins, Galdrakarlinn í Oz, og sérstæðs stíls David Lynch í anda popp-súrrealisma. „Lynch/Oz verður sýnd á RIFF 2022 ásamt Doc of the Dead og 78/52. Þá verða stuttmyndirnar Skilin eftir (Left) og Staðurinn (The Spot) einnig sýndar á hátíðinni. Fyrri myndin er impressjónísk stuttmynd, innblásin af málverkum Andrew Wyeth og fjallar um sorg konu sem situr föst í minningu um fráhvarf eiginmanns síns. Sú síðari fjallar um furðulega atburði sem eiga sér stað á hverjum degi í kringum Dealey Plaza í Dallas. Torgið varð heimsfrægt þann 22. nóvember 1963 þegar John F. Kennedy var skotinn til bana á ferð sinni um borgina. Alexandre nýtir staðinn sjálfan til að íhuga gildin í bandarísku sálarlífi.“ Alexandre er fæddur og uppalin í Genf í Sviss. Hann hlaut MFA gráðu í handritsskrifum frá NYU Tisch listaskólanum og á að baki nokkrar verðlaunaðar stuttmyndir, sú frægasta Left – er fyrsta myndin sem tekin var upp, klippt og blönduð í mestu hugsanlegu gæðum (192kHz / 24-bit) fyrir umlykjandi hljóðkerfi Dolby TrueHD 5.1. Myndin hlaut verðlaun á stuttmyndahátíð til heiðurs Akira Kurosawa í Japan. Auk leikstjórnar flytur Alexandre fyrirlestra, kennir á námskeiðum og situr í dómnefndum nokkurra kvikmyndahátíða. Lynch / Oz Alexandre O. Philippe US, 2022, 108 mínútur Við gaumgæfum eina mest heillandi ráðgátu kvikmyndasögunnar: Hið varanlega samlífi sívinsæla ævintýrisins, Galdrakarlsins í Oz, og sérstæðs stíls Davids Lynch í anda popp-súrrealisma. Er David Lynch fastur í Oz? Bíó og sjónvarp RIFF Menning Tengdar fréttir RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó. 5. september 2022 16:30 Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. 31. ágúst 2022 15:31 Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. 31. ágúst 2022 15:31 Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Í tilkynningu frá RIFF kemur fram að leikstjórarnir hljóti verðlaunin í ár „fyrir framúrskarandi listræna sýn.“ Hátíðin fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár og fjöldi málþinga verða haldin um ólík viðfangsefni mynda sem tengjast meðal annars mannréttindum og umhverfisvernd. „Albert og Alexandre eru ólíkir kvikmyndaleikstjórar en bera af í heimi leikstjóra og hafa hlotið mikla viðurkenningu fyrir störf sín á erlendum vettvangi,“ segir í tilkynningu RIFF „Þeir munu kynna myndir sínar, þrjár myndir eftir hvorn um sig fyrir áhorfendum í Háskólabíói og vera með sameiginlegan masterklassa laugardaginn 1. okt. Meðal mynda sem verða sýndar er nýjasta mynd Albert Serra, Kyrrahafsskáldskapur (Pacifiction), sem frumsýnd var við mikinn fögnuð í Cannes í vor. RIFF frumsýnir einnig splunkunýja mynd eftir Alexandre Philippe, Lynch/Oz, sem frumsýnd var á Tribeca fyrr í sumar og fjallar um verk Davids Lynch en Philippe er oft kallaður kvikmyndaleikstjóri kvikmyndaleikstjóra.“ Albert Serra Albert Serra er katalónskur listamaður og kvikmyndagerðarmaður sem fæddist árið 1975 á Spáni. Hann hefur getið sér gott orð bæði í leikhúsi og kvikmyndum, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Evrópskar goðsagnir, saga og bókmenntir eru honum ofarlega í huga – og birtast oft í verkum hans. Hann hefur verið iðinn við kvikmyndagerð síðan 2004 og gert verðlaunaðar myndir eins og Honour of the Knights (2007), The Death of Louis XIV (2016), Story of My Death (2013), sem hlaut Gyllta hlébarðann, aðalverðlaun Locarno kvikmyndahátíðarinnar, og Freedom (2016) sem fékk sérstök dómaraverðlaun Cannes 2019. Serra er skemmtilegur og dularfullur sérvitringur, sem hefur látið ýmis eftirtektarverð ummæli falla – til að mynda um leikarastéttina sem honum finnst skorta gáfur og samanstanda af heldur veiklyndum persónum. Hann notar enda ómenntaða leikara þegar færi gefst. Kvikmyndir hans stíga þó alls ekki fast til jarðar í skoðunum eða boðskap – heldur einkennast þær af hægfara listrænum takti án fléttu. Í nýrri kvikmynd hans Kyrrahafsskáldskapur kveður við nýjan tón bæði í höfundaverki hans og kvikmyndalistinni sjálfri. Þar heldur sérstæður stíll hans uppi söguþræði og hættulegu andrúmslofti í þessari rólegu og listrænu spennumynd. Myndin verður sýn á RIFF nú í haust ásamt myndunum Birdsong og Honor of the Knights.Myndirnar eru í anda þeirrar sýnar Serra að fanga andrúmsloft fremur en að vera sannur tilteknum söguþræði. Fyrri myndin fjallar um vitringana þrjá og ferðalag þeirra í leit að Jesúbarninu og er að hluta tekin upp á Íslandi. Síðari myndin fjallar um samskipti Don Kíkóta við sinn trúfasta þjón Sancho Panza. Kyrrahafsskáldskapur / Pacifiction / Tourment sur les îles Albert Serra, 2022, 162 mínútur „Á Tahiti þræðir landstjóri lýðveldisins og franski embættismaðurinn, De Roller, hvert skúmaskot, allt frá efsta lagi samfélagsins til hinna skuggalegustu staða. Hann blandar geði við háa sem lága og áhorfandinn fær innsýn í áhættuna sem hvílir á herðum embættismannsins og hið viðkvæma pólitíska og félagslega jafnvægi á kyrrahafseyjunni. Orðrómurinn um endurupptöku á kjarnavopnatilraunum Frakka á svæðinu er ágengur. Hæg uppbygging myndarinnar og framsetning hennar samræmist fullkomlega lands- og loftslagi Tahiti eyjunnar í frönsku Pólinesíu. Albert Serra ýtir áhorfandanum inn í rakt og hættulegt andrúmsloftið í þessari listrænu, pólitísku spennusögu. Það er nánast hægt að þreifa stað, tíma og tilfinningu í hægri uppbyggingu sem afhjúpar umfang viðfangsefnisins taktfast og án undankomuleiða.“ Benoît Magimel hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem landsstjórinn De Roller. Í beinhvítum nýlendubúningi dregur hann upp skýra mynd af þeim þrýstingi sem embættismaðurinn er undir, heimurinn allur og kvikmyndin sjálf. Kvikmyndagerðarmaður kvikmyndagerðarmanna - Alexandre O. Philippe Alexandre O. Philippe, sem er listrænn stjórnandi Exhibit A Pictures, hefur getið sér gott orð fyrir heimildamyndir sínar sem eiga flestar það sameiginlegt að greina og kryfja poppkúltúr, áhrifamiklar kvikmyndir og senur. „Í gegnum höfundaverk sín, sem samanstanda meðal annars af myndum eins og Doc of the Dead (SXSW 2014), 78/52: Hitchcock’s Shower Scene (Sundance Film Festival 2017), og Memory: The Origins of Alien (Sundance Film Festival 2019), hefur hann þróað sinn eigin stíl í formi kvikmyndaesseyju, þar sem hann skoðar kvikmyndalistina og iðkendur hennar. Í póstmóderníska meistaraverkinu 78/52: Hitchcock’s Shower Scene tekur hann sturtusenuna í verki Hitchcocks í sundur og greinir.“ Aðrar þekktar myndir hans eru meðal annars The People vs. George Lucas og nýlegar myndir eru Leap of Faith: William Friedkin on the Exorcist (Venice Film Festival 2019, Sundance Film Festival 2020), og The Taking, sem var frumsýnd á BFI kvikmyndahátíðinni í London og Fantastic Fest árið 2021. „Alexandre segir hæfileikann til að skapa marglaga senur sé ekki öllum gefinn og mikið af kvikmyndagerð sé alveg laus við slíkt listfengi. Hann segir ekkert stórkostlegra listform en það sem nær samstundis tökum á áhorfandanum, en hann getur þó endurskoðað og þá fundið sífellt nýja fleti sem ná nýjum tökum á áhorfandanum. Eftir heimsfaraldur kórónaveiru hefur menningarneysla tekið breytingum og dregið hefur úr kvikmyndahúsasókn. Kvikmyndahátíðir á borð við RIFF, sem auka efnisframboð og fjölbreytileika, eru mikilvægar menningarauðginni og Alexandre telur þann samfélagslega hátt, að horfa á kvikmynd með stórum hópi fólks í kvikmyndahúsi, gefa skynjun og skilningi mikið gildi.“ Lynch/Oz er tíunda mynd Alexandre í fullri lengd og fjallar um varanlegt samlífi sívinsæla ævintýrisins, Galdrakarlinn í Oz, og sérstæðs stíls David Lynch í anda popp-súrrealisma. „Lynch/Oz verður sýnd á RIFF 2022 ásamt Doc of the Dead og 78/52. Þá verða stuttmyndirnar Skilin eftir (Left) og Staðurinn (The Spot) einnig sýndar á hátíðinni. Fyrri myndin er impressjónísk stuttmynd, innblásin af málverkum Andrew Wyeth og fjallar um sorg konu sem situr föst í minningu um fráhvarf eiginmanns síns. Sú síðari fjallar um furðulega atburði sem eiga sér stað á hverjum degi í kringum Dealey Plaza í Dallas. Torgið varð heimsfrægt þann 22. nóvember 1963 þegar John F. Kennedy var skotinn til bana á ferð sinni um borgina. Alexandre nýtir staðinn sjálfan til að íhuga gildin í bandarísku sálarlífi.“ Alexandre er fæddur og uppalin í Genf í Sviss. Hann hlaut MFA gráðu í handritsskrifum frá NYU Tisch listaskólanum og á að baki nokkrar verðlaunaðar stuttmyndir, sú frægasta Left – er fyrsta myndin sem tekin var upp, klippt og blönduð í mestu hugsanlegu gæðum (192kHz / 24-bit) fyrir umlykjandi hljóðkerfi Dolby TrueHD 5.1. Myndin hlaut verðlaun á stuttmyndahátíð til heiðurs Akira Kurosawa í Japan. Auk leikstjórnar flytur Alexandre fyrirlestra, kennir á námskeiðum og situr í dómnefndum nokkurra kvikmyndahátíða. Lynch / Oz Alexandre O. Philippe US, 2022, 108 mínútur Við gaumgæfum eina mest heillandi ráðgátu kvikmyndasögunnar: Hið varanlega samlífi sívinsæla ævintýrisins, Galdrakarlsins í Oz, og sérstæðs stíls Davids Lynch í anda popp-súrrealisma. Er David Lynch fastur í Oz?
Bíó og sjónvarp RIFF Menning Tengdar fréttir RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó. 5. september 2022 16:30 Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. 31. ágúst 2022 15:31 Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. 31. ágúst 2022 15:31 Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó. 5. september 2022 16:30
Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. 31. ágúst 2022 15:31
Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. 31. ágúst 2022 15:31
Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58