Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 15:29 Úkraínskir hermenn í Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Getty/Wolfgang Schwan Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21