Sáttmáli um áframhaldandi stéttaskiptingu Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. september 2022 19:01 Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Rótin sem felst í því að stéttaskipting fer vaxandi í okkar samfélagi þar sem fátækt er bláköld staðreynd. Rót vandans sem felst í því að hér er húsnæðiskrísa og litið er fram hjá þeim þáttum sem viðhalda fátækt og ójöfnuði. Húsnæðisuppbygging verður að vera á félagslegum forsendum Hlutverk borgarstjórnar snýr að því að mæta grunnþörfum og byggja síðan upp. Slíkt hefur ekki verið gert síðustu ár og meirihlutasáttmálinn er yfirlýsing um óbreytt ástand. Í maímánuði þegar gengið var til kosninga voru samtals 932 á bið eftir húsnæði hjá borginni, þegar litið var til allra biðlista. Samkvæmt nýjustu tölum eru 918 sem bíða eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistarnir verða mjög lengi að styttast með þessu áframhaldi. Núverandi stefna virkar ekki en þrátt fyrir það boðar meirihlutinn meira af því sama í húsnæðismálum. Áfram verður stuðst við það að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir og 20% aðrar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Það er augljóst að það dugir ekki til, þar sem undir því viðmiði eru alltaf stórir hópar skildir eftir. Í þeim mánuði sem gengið var til kosninga höfðum við nýlega fengið að sjá tölur um fjölda þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði. Áætlað var að alls 1.868 einstaklingar og þar af 19 börn byggu þannig á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var áætlað að um 860 manneskjur væru búsettar í atvinnuhúsnæði. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki líkt og skortur á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Meirihlutasáttmálinn nefnir „aðgerðir til að koma í veg fyrir búsetu í hættulegu og óöruggu húsnæði“ en fer ekkert nánar ofan í það. Það verður að vera til staðar ódýrt húsnæði til að tryggja það að enginn neyðist til að búa á stað sem er ekki ætlaður til búsetu. Við verðum að byggja á félagslegum grunni. Meirihlutasáttmálinn talar um að mikið verði byggt en það er ekki nóg að byggja mikið þegar það endar á því að verða jafn fokdýrt húsnæði eins og raunin hefur verið. Sáttmálinn nefnir að hugmyndir verði skoðaðar með verkalýðshreyfingunni um óhagnaðardrifna uppbyggingu. Þá er talað er um hvar það eigi að byggja, að hin sveitarfélögin eigi að byggja meira, húsnæði eigi að vera fjölbreytt og fjallað er um húsnæðisuppbyggingu í samhengi við Reykjavíkurflugvöllinn. Ekkert er talað um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem kalla eftir hjálp og hafa kallað eftir hjálp síðustu árin; leigjendur, láglaunafólk, fátækt fólk - þau sem hafa ekki efni á því að vera með sitt eigið húsnæði og eru á milli sófa hjá vinum eða gista inni á ættingum. Það vantar allan stéttavinkil í þennan sáttmála eða a.m.k að einhver vinkill eða hugmyndafræði væri sýnileg varðandi það hver markmiðin eru, önnur en þau að borgin eigi að vera skemmtileg. Reykjavíkurborg verður ekki skemmtileg fyrr en tekið verður á ójöfnuðinum. Fjárhagsvæðing bernskunnar Við vitum að ýmis kostnaður fellur á foreldra skólabarna og það er mikill munur eftir sveitarfélögum, Fjarðabyggð hefur til að mynda fellt niður gjöld á skólamáltíðir en það á ekki við hér í borginni. Ýmis gjöld þarf að greiða vegna leikskóla, grunnskólamáltíða, frístundastarfs, síðdegishressingar og svo eru tómstundir, fatnaður og skólaferðir. Það er að segja fyrir þau börn sem eiga foreldra sem geta greitt slíkt. Innheimtubréfin birtast þeim foreldrum sem hafa ekki tök á því að greiða gjöld t.d. vegna skólamáltíða. Sé litið til skólaársins 2020-2021, þá fóru að meðaltali 4,2% útgefinna reikninga yfir í milliinnheimtu Momentum vegna skólamáltíðaáskrifta. Við þurfum öll að borða og sérstaklega börn í skólanum, því draumar rætast ekki á tómum maga. Það að senda ógreidda reikninga vegna skólamáltíða í innheimtu, er ekki í takt við markmið um að ætla að skipuleggja borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna líkt og kemur fram í meirihlutasáttmála. Innheimtuaðgerðum fylgir mikið álag og auka kostnaður fyrir þann sem á ekki fyrir því. Lögum stöðuna hjá þeim sem hafa það verst Fátækt fólk, láglaunafólk og leigjendur eiga ekki að bera byrðina af því að greiða upp kostnaðinn af því að eignafólk vilji eignast íbúð númer tvö eða íbúð númer þrjú. Börnum á ekki að vera úthýst úr frístundum því foreldrar hafa ekki efni á því að greiða gjöld. Manneskjur eiga ekki að bíða eftir þjónustu sem þau eiga rétt á, fatlaðir eiga ekki að þurfa að hlusta á endalaus rifrildi um tekjustofna og greiðsludreifingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Talandi um tekjustofna, þá verðum við að fá útsvar á fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið sem hefur tekjur sínar helst eða eingöngu af fjármagni verður að greiða til samfélagsins eins og aðrir. Þetta höfum við sósíalistar lengi talað fyrir og munum halda áfram að berjast fyrir. Flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar tala um að bæta samtalið á vinnustaðnum. Þar færi vel á því að afgreiða tillögur frá síðasta kjörtímabili sem hafa enn ekki verið afgreiddar. Má þar nefna tillögu sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Tillagan fól í sér að á meðan að covid-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðun yrði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkanna. Við þurfum að skoða launamálin í heildarsamhengi og tekjur þeirra sem minnst hafa. Á meðan að manneskjur á fjárhagsðastoð þurfa að reyna að framfleyta sér á grunnupphæð sem er 217.799 fyrir skatt er ekki stuðlað að réttlátari nýtingu fjármuna líkt og fjallað er um í áherslum borgarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Rótin sem felst í því að stéttaskipting fer vaxandi í okkar samfélagi þar sem fátækt er bláköld staðreynd. Rót vandans sem felst í því að hér er húsnæðiskrísa og litið er fram hjá þeim þáttum sem viðhalda fátækt og ójöfnuði. Húsnæðisuppbygging verður að vera á félagslegum forsendum Hlutverk borgarstjórnar snýr að því að mæta grunnþörfum og byggja síðan upp. Slíkt hefur ekki verið gert síðustu ár og meirihlutasáttmálinn er yfirlýsing um óbreytt ástand. Í maímánuði þegar gengið var til kosninga voru samtals 932 á bið eftir húsnæði hjá borginni, þegar litið var til allra biðlista. Samkvæmt nýjustu tölum eru 918 sem bíða eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistarnir verða mjög lengi að styttast með þessu áframhaldi. Núverandi stefna virkar ekki en þrátt fyrir það boðar meirihlutinn meira af því sama í húsnæðismálum. Áfram verður stuðst við það að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir og 20% aðrar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Það er augljóst að það dugir ekki til, þar sem undir því viðmiði eru alltaf stórir hópar skildir eftir. Í þeim mánuði sem gengið var til kosninga höfðum við nýlega fengið að sjá tölur um fjölda þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði. Áætlað var að alls 1.868 einstaklingar og þar af 19 börn byggu þannig á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var áætlað að um 860 manneskjur væru búsettar í atvinnuhúsnæði. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki líkt og skortur á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Meirihlutasáttmálinn nefnir „aðgerðir til að koma í veg fyrir búsetu í hættulegu og óöruggu húsnæði“ en fer ekkert nánar ofan í það. Það verður að vera til staðar ódýrt húsnæði til að tryggja það að enginn neyðist til að búa á stað sem er ekki ætlaður til búsetu. Við verðum að byggja á félagslegum grunni. Meirihlutasáttmálinn talar um að mikið verði byggt en það er ekki nóg að byggja mikið þegar það endar á því að verða jafn fokdýrt húsnæði eins og raunin hefur verið. Sáttmálinn nefnir að hugmyndir verði skoðaðar með verkalýðshreyfingunni um óhagnaðardrifna uppbyggingu. Þá er talað er um hvar það eigi að byggja, að hin sveitarfélögin eigi að byggja meira, húsnæði eigi að vera fjölbreytt og fjallað er um húsnæðisuppbyggingu í samhengi við Reykjavíkurflugvöllinn. Ekkert er talað um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem kalla eftir hjálp og hafa kallað eftir hjálp síðustu árin; leigjendur, láglaunafólk, fátækt fólk - þau sem hafa ekki efni á því að vera með sitt eigið húsnæði og eru á milli sófa hjá vinum eða gista inni á ættingum. Það vantar allan stéttavinkil í þennan sáttmála eða a.m.k að einhver vinkill eða hugmyndafræði væri sýnileg varðandi það hver markmiðin eru, önnur en þau að borgin eigi að vera skemmtileg. Reykjavíkurborg verður ekki skemmtileg fyrr en tekið verður á ójöfnuðinum. Fjárhagsvæðing bernskunnar Við vitum að ýmis kostnaður fellur á foreldra skólabarna og það er mikill munur eftir sveitarfélögum, Fjarðabyggð hefur til að mynda fellt niður gjöld á skólamáltíðir en það á ekki við hér í borginni. Ýmis gjöld þarf að greiða vegna leikskóla, grunnskólamáltíða, frístundastarfs, síðdegishressingar og svo eru tómstundir, fatnaður og skólaferðir. Það er að segja fyrir þau börn sem eiga foreldra sem geta greitt slíkt. Innheimtubréfin birtast þeim foreldrum sem hafa ekki tök á því að greiða gjöld t.d. vegna skólamáltíða. Sé litið til skólaársins 2020-2021, þá fóru að meðaltali 4,2% útgefinna reikninga yfir í milliinnheimtu Momentum vegna skólamáltíðaáskrifta. Við þurfum öll að borða og sérstaklega börn í skólanum, því draumar rætast ekki á tómum maga. Það að senda ógreidda reikninga vegna skólamáltíða í innheimtu, er ekki í takt við markmið um að ætla að skipuleggja borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna líkt og kemur fram í meirihlutasáttmála. Innheimtuaðgerðum fylgir mikið álag og auka kostnaður fyrir þann sem á ekki fyrir því. Lögum stöðuna hjá þeim sem hafa það verst Fátækt fólk, láglaunafólk og leigjendur eiga ekki að bera byrðina af því að greiða upp kostnaðinn af því að eignafólk vilji eignast íbúð númer tvö eða íbúð númer þrjú. Börnum á ekki að vera úthýst úr frístundum því foreldrar hafa ekki efni á því að greiða gjöld. Manneskjur eiga ekki að bíða eftir þjónustu sem þau eiga rétt á, fatlaðir eiga ekki að þurfa að hlusta á endalaus rifrildi um tekjustofna og greiðsludreifingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Talandi um tekjustofna, þá verðum við að fá útsvar á fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið sem hefur tekjur sínar helst eða eingöngu af fjármagni verður að greiða til samfélagsins eins og aðrir. Þetta höfum við sósíalistar lengi talað fyrir og munum halda áfram að berjast fyrir. Flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar tala um að bæta samtalið á vinnustaðnum. Þar færi vel á því að afgreiða tillögur frá síðasta kjörtímabili sem hafa enn ekki verið afgreiddar. Má þar nefna tillögu sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Tillagan fól í sér að á meðan að covid-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðun yrði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkanna. Við þurfum að skoða launamálin í heildarsamhengi og tekjur þeirra sem minnst hafa. Á meðan að manneskjur á fjárhagsðastoð þurfa að reyna að framfleyta sér á grunnupphæð sem er 217.799 fyrir skatt er ekki stuðlað að réttlátari nýtingu fjármuna líkt og fjallað er um í áherslum borgarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi Sósíalista.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun