Ekkert fær Håland stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:00 Þó þriðjudagur hafi verið fallegur dagur í Sevilla þá fannst Bono það eflaust ekki er hann fékk á sig fjögur mörk. EPA-EFE/Julio Munoz Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla. Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira