Þetta er ekki fyrsta samstarfið sem slær í gegn hjá þessum heimsfræga söngvara en hann sendi frá sér lagið Cold Heart ásamt Dua Lipa í fyrra og hefur laginu verið streymt oftar en einum milljarð sinnum.
Á Instagram síðu sinni birti Elton færslu þar sem hann kynnti samstarfið við Britney og skrifaði meðal annars:
„Ég er í skýjunum með viðbrögðin við Hold Me Closer. Mig langaði að gera skemmtilegt og glaðlegt sumarlag og ég var himinlifandi þegar Britney samþykkti að vera með á laginu. Hún er svo sannarlega icon, ein af stórkostlegustu poppstjörnum okkar tíma og ég elska hana. Ég vona að þið elskið öll lagið!“
Lagið fór beint í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum Big Top 40 sem og á toppinn í Ástralíu og verður því áhugavert að fylgjast með því á Íslenska listanum á komandi tímum.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: