Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2022 14:58 Elon Musk vill sleppa við að kaupa Twitter á 44 milljarða dala. Getty/STR Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. Musk hefur reynt að nýta sér ummæli uppljóstrarans Peiter Zatko, sem starfaði áður sem öryggisstjóri Twitter í deilum sínum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Sjá einnig: Musk vísar í uppljóstrara í nýju bréfi til Twitter Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Virði hlutabréfa Twitter stendur þegar þetta er skrifað í fjörutíu dölum á hlut. Auðjöfurinn lýsti því þó yfir í sumar að hann væri hættur við kaupin og bar hann fyrir sig því forsvarsmenn Twitter hefðu ekki orðið við kröfum hans um gögn og upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaða botta. Hann sagðist þurfa þær upplýsingar til að meta raunverulegt verðmæti Twitter. Forsvarsmenn Twitter hafa þó höfðað mál gegn Musk og vilja að hann verði látinn standa við kaupsamninginn. Zatko gagnrýndi Twitter harðlega nýverið en Ásakanir hans sneru að miklu leyti að því að samfélagsmiðillinn væri óöruggur og forsvarsmenn Twitter hefðu blekkt notendur og yfirvöld varðandi hve illa varðar persónuupplýsingar notenda væru. Sjá einnig: Fyrrverandi öryggisstjóri segir Twitter berskjaldað gegn tölvuárásum Dómarinn Kathaleen McCormick varð í dag við kröfu Musks um að hann gæti notað uppljóstranir Zatkos í gagn-lögsókn sinni gegn Twitter en hún neitaði því að fresta aðalmeðferð málsins frá 17. október til nóvember. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Elon Musk: Tæknilegar breytingar og verðið mun hækka á Cybertruck Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk segir að margt hafi breyst síðan bíllinn var fyrst kynntur árið 2019. „Það þýðir að tæknilýsingin og verðið munu breytast,“ sagði Musk á hluthafafundi Tesla, sem kallast Cyber Roundup. 6. ágúst 2022 07:00 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Musk hefur reynt að nýta sér ummæli uppljóstrarans Peiter Zatko, sem starfaði áður sem öryggisstjóri Twitter í deilum sínum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Sjá einnig: Musk vísar í uppljóstrara í nýju bréfi til Twitter Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Virði hlutabréfa Twitter stendur þegar þetta er skrifað í fjörutíu dölum á hlut. Auðjöfurinn lýsti því þó yfir í sumar að hann væri hættur við kaupin og bar hann fyrir sig því forsvarsmenn Twitter hefðu ekki orðið við kröfum hans um gögn og upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaða botta. Hann sagðist þurfa þær upplýsingar til að meta raunverulegt verðmæti Twitter. Forsvarsmenn Twitter hafa þó höfðað mál gegn Musk og vilja að hann verði látinn standa við kaupsamninginn. Zatko gagnrýndi Twitter harðlega nýverið en Ásakanir hans sneru að miklu leyti að því að samfélagsmiðillinn væri óöruggur og forsvarsmenn Twitter hefðu blekkt notendur og yfirvöld varðandi hve illa varðar persónuupplýsingar notenda væru. Sjá einnig: Fyrrverandi öryggisstjóri segir Twitter berskjaldað gegn tölvuárásum Dómarinn Kathaleen McCormick varð í dag við kröfu Musks um að hann gæti notað uppljóstranir Zatkos í gagn-lögsókn sinni gegn Twitter en hún neitaði því að fresta aðalmeðferð málsins frá 17. október til nóvember.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Elon Musk: Tæknilegar breytingar og verðið mun hækka á Cybertruck Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk segir að margt hafi breyst síðan bíllinn var fyrst kynntur árið 2019. „Það þýðir að tæknilýsingin og verðið munu breytast,“ sagði Musk á hluthafafundi Tesla, sem kallast Cyber Roundup. 6. ágúst 2022 07:00 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11
Elon Musk: Tæknilegar breytingar og verðið mun hækka á Cybertruck Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk segir að margt hafi breyst síðan bíllinn var fyrst kynntur árið 2019. „Það þýðir að tæknilýsingin og verðið munu breytast,“ sagði Musk á hluthafafundi Tesla, sem kallast Cyber Roundup. 6. ágúst 2022 07:00
Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20