Innlent

Tveir hand­teknir vegna inn­brots

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sektaði nítján vegna stöðubrota í hverfum 101 og 105 í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sektaði nítján vegna stöðubrota í hverfum 101 og 105 í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt tvo einstaklinga vegna innbrots og þjófnaðar í hverfi 109 í Reykjavík.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu upp úr klukkan þrjú í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Þar kemur fram að tveir hafi verið handteknir og að annar þeirra sé sömuleiðis grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna, sem og akstur þegar hann er sviptur ökuréttindum.

Í dagbók lögreglu er einnig sagt frá því að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Hafnarfirði skömmu fyrir eitt í nótt.

Þá voru tveir ökumenn í Reykjavík sektaðir fyrir of hraðan akstur um miðnætti. Annar ók bíl sínum á 140 kílómetra hraða og hinn á 147 kílómetra hraða á götum þar sem hámarkshraði í áttatíu.

Loks segir að lögregla hafi sektað nítján vegna stöðubrota í hverfum 101 og 105 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×