Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 13:31 Diego Costa er í þann mund að vera tilkynntur sem nýjasti leikmaður Wolves. DeFodi Images/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira