Með aðalhlutverk í myndinni fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Leikkonan mætti á frumsýninguna í gær klædd í gráa dragt og vakti fallega rauður varalitur hennar sérstaka athygli. Önnur burðarhlutverk í myndinni eru í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar "Móra" Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar.



Rauði varaliturinn varð fyrir valinu hjá fleirum en Vivian. Spurning hvort það tengist því að It Hatched er blóðug hrollvekja.


Elvar Gunnarsson leikstjóri myndarinnar hélt ræðu áður en sýningin hófst. Myndin hefur verið sjö ár í vinnslu. „Elvar fékk innblásturinn frá vídeoleigu bæjarins þar sem hann vann fyrir mörgum árum. Myndin er byggð á myndum sem náðu til hanns á unglingsárunum, þegar hann varð fyrst ástfanginn af bíói. Frá undarlegum listrænum hrollvekjum og B-myndum sem settar eru saman í blender,“ sagði Bent Kingo framleiðandi It Hatched í viðtali við Lífið á Vísi í gær.

Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá í albúminu hér fyrir neðan.