Sælgætisrisar gera upp stóru lakkrísdeiluna: „Danir eru ekkert með góðan lakkrís, og ekki Ameríkanar heldur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2022 09:01 Johan Bülow viðurkennir að Íslendingar eigi heiðurinn af súkkulaðihjúpuðum lakkrís. Vísir Danski sælgætisgerðarmaðurinn Johan Bulow viðurkennir að Íslendingar eigi heiðurinn af súkkulaðihjúpuðum lakkrís, eftir að milliríkjadeila um sælgætið kviknaði á netinu. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Bulow - og hitti framkvæmdastjóra Góu, sem fór yfir uppruna þessarar áratugagömlu íslensku hefðar. Deilan hófst þegar íslenskri konu búsettri í Kaupmannahöfn ofbauð texti á heimasíðu danska lakkrísframleiðandans Lakrids by Bülow þar sem því var lýst að á því herrans ári 2009 hefði stofnandinn Johan, þvert á það sem yfirleitt var talið mögulegt, komið hinni byltingarkenndu hugmynd um súkkuhlaðihjúpaðan lakkrís til framkvæmda. En þau hjá Bülow voru alls ekki fyrst til að hjúpa hann súkkulaði, Íslendingar á samfélagsmiðlum voru fljótir að benda á Drauminn frá Freyju, sem kom á markað 1984. Talsvert fyrr en 2009. Brot úr ódauðlegri auglýsingu á sælgætinu frá 2007, með Jónsa í Svörtum fötum í forgrunni, má sjá í meðfylgjandi innslagi. Og þó að annað erlent sælgæti frá síðustu öld hafi verið nefnt sem mögulegur brautryðjandi, frekar en Draumurinn, fullyrða innlendir bransamenn að súkkulaði og lakkrís-tvennan sé áratugagömul og séríslensk. „Meira en það. 100 prósent sko,“ segir Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Góu. „Þetta var hvergi til í Danmörku. Ég veit ýmislegt um sælgætisheiminn, búinn að kynnast því nokkuð vel. Og menn hafa eiginlega verið lygilega lengi að uppgötva þetta saman og mætti sjá þetta meira frá risunum úti í heimi,“ segir Helgi. Ungir menn og ungar dömur Og Helgi er ekki í vafa um uppruna ummræddrar blöndu. „Það er engin spurning. Það byrjaði með þessari rúllu hérna frá Appollo og Siríus-lengju frá Nóa Siríus. Það var fólkið á götunni sem fann þetta upp. En þetta var mjög gott saman. Bæði ungir menn og ungar dömur borðuðu þetta og svoleiðis varð þetta til. Þetta var ekki til beint hjá einhverjum framleiðanda en svo fórum við [Íslendingar] að framleiða þetta á eftir, alls konar stykki og lakkrís. Ja, bara endalaust.“ Býður forsetanum í heimsókn En víkjum aftur að deilunni, sem meira að segja forseti Íslands blandaði sér í. Beindi því vinsamlegast til frænda okkar Dana að smyrja súkkulaði á hið sanndanska smørrebrød. Og það var innleggið frá forsetanum sem vakti athygli áðurnefnds Johans Bülow, sælgætisgerðarmanns. „Og það var einmitt þess vegna sem ég ákvað að birta stutt myndband, þar sem ég tilkynnti að þið [Íslendingar] væruð höfundar samsetningarinnar. Og það væri mér heiður að fá forseta ykkar í heimsókn í lakkrísverksmiðjuna okkar og leyfa honum að smakka allar bragðtegundirnar. Það væri gaman,“ segir Johan í samtali við fréttastofu. Og hinum umdeilda texta á vef Bülow hefur verið breytt. „Þetta voru mistök. Og ég hef tjáð fjölmiðlum í næstum tíu ár núna að við hefðum litið til íslenskrar framleiðslu. Þannig að það er ekkert leyndarmál,“ segir Johan. Og undir þetta tekur Helgi í Góu. „Við [Íslendingar] vorum fyrstir í heimi með þetta. Af því að við erum líka með besta lakkrísinn í heimi. Danir eru ekkert með góðan lakkrís, og ekki Ameríkanar heldur.“ Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7. september 2022 22:23 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Deilan hófst þegar íslenskri konu búsettri í Kaupmannahöfn ofbauð texti á heimasíðu danska lakkrísframleiðandans Lakrids by Bülow þar sem því var lýst að á því herrans ári 2009 hefði stofnandinn Johan, þvert á það sem yfirleitt var talið mögulegt, komið hinni byltingarkenndu hugmynd um súkkuhlaðihjúpaðan lakkrís til framkvæmda. En þau hjá Bülow voru alls ekki fyrst til að hjúpa hann súkkulaði, Íslendingar á samfélagsmiðlum voru fljótir að benda á Drauminn frá Freyju, sem kom á markað 1984. Talsvert fyrr en 2009. Brot úr ódauðlegri auglýsingu á sælgætinu frá 2007, með Jónsa í Svörtum fötum í forgrunni, má sjá í meðfylgjandi innslagi. Og þó að annað erlent sælgæti frá síðustu öld hafi verið nefnt sem mögulegur brautryðjandi, frekar en Draumurinn, fullyrða innlendir bransamenn að súkkulaði og lakkrís-tvennan sé áratugagömul og séríslensk. „Meira en það. 100 prósent sko,“ segir Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Góu. „Þetta var hvergi til í Danmörku. Ég veit ýmislegt um sælgætisheiminn, búinn að kynnast því nokkuð vel. Og menn hafa eiginlega verið lygilega lengi að uppgötva þetta saman og mætti sjá þetta meira frá risunum úti í heimi,“ segir Helgi. Ungir menn og ungar dömur Og Helgi er ekki í vafa um uppruna ummræddrar blöndu. „Það er engin spurning. Það byrjaði með þessari rúllu hérna frá Appollo og Siríus-lengju frá Nóa Siríus. Það var fólkið á götunni sem fann þetta upp. En þetta var mjög gott saman. Bæði ungir menn og ungar dömur borðuðu þetta og svoleiðis varð þetta til. Þetta var ekki til beint hjá einhverjum framleiðanda en svo fórum við [Íslendingar] að framleiða þetta á eftir, alls konar stykki og lakkrís. Ja, bara endalaust.“ Býður forsetanum í heimsókn En víkjum aftur að deilunni, sem meira að segja forseti Íslands blandaði sér í. Beindi því vinsamlegast til frænda okkar Dana að smyrja súkkulaði á hið sanndanska smørrebrød. Og það var innleggið frá forsetanum sem vakti athygli áðurnefnds Johans Bülow, sælgætisgerðarmanns. „Og það var einmitt þess vegna sem ég ákvað að birta stutt myndband, þar sem ég tilkynnti að þið [Íslendingar] væruð höfundar samsetningarinnar. Og það væri mér heiður að fá forseta ykkar í heimsókn í lakkrísverksmiðjuna okkar og leyfa honum að smakka allar bragðtegundirnar. Það væri gaman,“ segir Johan í samtali við fréttastofu. Og hinum umdeilda texta á vef Bülow hefur verið breytt. „Þetta voru mistök. Og ég hef tjáð fjölmiðlum í næstum tíu ár núna að við hefðum litið til íslenskrar framleiðslu. Þannig að það er ekkert leyndarmál,“ segir Johan. Og undir þetta tekur Helgi í Góu. „Við [Íslendingar] vorum fyrstir í heimi með þetta. Af því að við erum líka með besta lakkrísinn í heimi. Danir eru ekkert með góðan lakkrís, og ekki Ameríkanar heldur.“
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7. september 2022 22:23 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7. september 2022 22:23
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent