„Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. september 2022 21:31 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða