Nokkrir eftirskjálftar yfir þrír að stærð hafa fylgt í kjölfar stóra skjálftans en allir eru þeir hluti af hrinu sem hófst í gærmorgun.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að rúmlega 2.500 skjálftar hafi mælst í kringum Grímsey síðan hrinan hófst, sá stærsti í gærmorgun. Sá mældist 4,9 að stærð.
Engin merki eru um gosóróa á svæðinu en hrinur á þessum slóðum eru algengar þar sem flekaskil liggja á þessu svæði.