Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Dagur Lárusson skrifar 9. september 2022 18:55 Valur skoraði sex mörk í kvöld. Vísir/Diego Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. Fyrir leikinn voru liðin á sitthvorum enda töflunnar en Valur var í efsta sætinu með 32 stig, fjórum meira en Breiðablik í öðru sætinu, en KR var í neðsta sætinu með sjö stig. Það var því ljóst að þessi leikur yrði alltaf erfiður fyrir KR-inga. Það tók Val ekki langan tíma að skora fyrsta markið en það kom á 5.mínútu en þá skoraði Mist Edvardsóttir eftir undirbúning frá Þórdísi Hrönn á vinstri kantinum. Mist vann boltann á miðjunni, gaf boltann á Þórdísi sem fann síðan Mist aftur með laglegri sendingu inn á teig og Mist kláraði færið sitt, stöngin inn. Annað mark Vals kom síðan á 18.mínútu en þá var það aftur Þórdís sem gaf boltann inn á teig en þá fór boltinn í Rebekku Sverrisdóttur, fyrirliða KR, og í netið. Eftir annað mark Vals kom ágætis kafli hjá KR þar sem þær Ólöf og Guðmunda náðu báðar að koma boltanum í netið en í bæði skiptin fór flaggið upp við litla hrifningu stuðningsmann KR. En eftir þennan góða kafla hjá KR þá náði Valur að skora þriðja markið með skyndisókn. Lára Kristín fékk boltann á miðjunni og gaf sendingu inn fyrir vörn KR, beint á Þórdísi Hrönn sem lék á markvörð KR og tvo varnarmenn áður en hún lyfti boltanum í netið. Í seinni hálfleiknum var síðan meira af því sama og Valskonur héldu áfram að skora og fyrsta markið í seinni hálfleiknum kom á 52.mínútu. Þá var enn og aftur Þórdís sem fékk boltann vinstra megin, inn fyrir vörn KR og gaf sendingu inn á teig, beint á Ásdísi sem kom á ferðinni og stýrði boltanum í netið. Um miðbik seinni hálfleiksins ákvað Pétur, þjálfari Vals, síðan að setja Elínu Mettu inn á og hún átti eftir að setja mark sitt á leikinn því aðeins nokkrum mínútum seinna eða á 68.mínútu vann hún boltann á miðjunni og gaf á Þórdísi Elvu, sem var einnig nýkomin inn á, og skaut Þórdís að marki og söng boltinn í netinu. Staðan orðin 0-5. Það var síðan aðeins fjórum mínútum síðar þar sem Elín skoraði sitt eigið mark en þá skallaði hún boltann í netið eftir góða fyrirgjöf. Fleiri urðu mörkin ekki og því voru lokatölur leiksins 0-6 og því er Valur með 35 stig í efsta sætinu deildarinnar á með KR situr enn sem fastast á botninum með sjö stig. Af hverju vann Valur? Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir botn liðið að mæta Íslandsmeisturunum. Gæða munurinn á liðunum er heilmikill og það var það sem réði úrslitunum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Þórdís Hrönn var án alls vafa leikmaður leiksins. Hún lagði upp fyrstu tvö mörk Vals áður en hún skoraði síðan þriðja markið. Mist og Arna voru að vanda virkilega öflugar í hjarta varnarinnar og fyrirliðinn Elísa spilaði einnig virkilega vel. Hvað fór illa? Varnarleikur KR var alveg úti á þekju allan leikinn og komust varnarmenn liðsins aldrei nálægt sóknarmönnum Valsliðsins. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er stórleikur gegn Breiðablik á næstkomandi þriðjudagskvöld en næsti leikur KR er gegn Selfossi þann 18.september. Elísa Viðarsdóttir: Fagmannlega gert hjá okkur Elísa Viðarsdóttir fagnar bikartitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að þetta hafi ekki verið fullkomin frammistaða, ég held að maður spili aldrei hinn fullkomna fótboltaleik, en fagmannlega gert hjá okkur,“ byrjaði Elísa Viðardóttir, fyrirliði Vals, að segja í viðtali eftir leik. „Við vorum að klára færin okkar vel þó svo við höfum kannski ekki verið að búa okkur til mörg færi. Við vorum einnig að halda vel í boltann á köflum og náðu að opna þær,“ hélt Elísa áfram. KR-ingar átti þónokkrar sóknir í fyrri hálfleiknum þar sem sóknarmaður þeirra slapp inn fyrir vörn Vals en það gerðist minna af því í seinni hálfleiknum. Elísa segir að liðið hafi fínstillt pressuna í hálfleiknum. „Við í raun ræddum það að við þyrftum að klára pressuna betur, skipuleggja varnarleikinn betur hvað varðar pressu og við leystum það mikið betur í seinni hálfleiknum.“ Næsti leikur Vals er stórleikur gegn Breiðablik en Elísa vill ekki að liðið hugsi eða undirbúi sig öðruvísi fyrir þann leik heldur en þennan. „Við undirbúum okkur eins fyrir alla leiki sama hvort það sé gegn stóru liðunum eins og Breiðablik eða Stjörnunni en liðum neðar í töflunni. Við þurfum að einbeita okkur að því að gera það sama og við gerðum í þessum leik,“ endaði Elísa á að segja eftir leik. Christopher Harrington: Reyndum að spila okkar leik Christopher Harrington er þjálfari KR.KR „Augljóslega mjög erfiður leikur fyrir okkur en við vissum það auðvitað fyrir leik líka,“ byrjaði Christopher, þjálfari KR, að segja í viðtali eftir leik. „Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur að spila gegn besta liðinu á landinu og mögulega í Evrópu. Við erum einfaldlega ekki á sama stað, ef þú lítur á liðið sem við vorum með í dag þá voru þrír leikmann sem eru aðeins 16 ára,“ hélt Christopher áfram. „En þrátt fyrir það þá náðum við að skapa okkur færi og ég virkilega ánægður með það, á öðrum degi þá hefðum við skorað úr einhverjum af þessum færum í fyrri hálfleiknum og hver veit hvað hefði gerst þá.“ Christopher var ánægður með að liðið sitt reyndi að spila sinn leik gegn Valsliðinu. „Það þarf hugrekki til þess að reyna að spila sinn leik gegn liði eins og Val og það var það sem við gerðum hérna í dag. Þetta eru slæm úrslit en ég veit að í mínu liði eru sterkir karakterar sem munu ekki láta þetta á sig fá og munu gleyma þessu og halda baráttunni áfram á komandi vikum,“ endaði Christopher Harrington á að segja eftir leik. Besta deild kvenna Valur KR
Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. Fyrir leikinn voru liðin á sitthvorum enda töflunnar en Valur var í efsta sætinu með 32 stig, fjórum meira en Breiðablik í öðru sætinu, en KR var í neðsta sætinu með sjö stig. Það var því ljóst að þessi leikur yrði alltaf erfiður fyrir KR-inga. Það tók Val ekki langan tíma að skora fyrsta markið en það kom á 5.mínútu en þá skoraði Mist Edvardsóttir eftir undirbúning frá Þórdísi Hrönn á vinstri kantinum. Mist vann boltann á miðjunni, gaf boltann á Þórdísi sem fann síðan Mist aftur með laglegri sendingu inn á teig og Mist kláraði færið sitt, stöngin inn. Annað mark Vals kom síðan á 18.mínútu en þá var það aftur Þórdís sem gaf boltann inn á teig en þá fór boltinn í Rebekku Sverrisdóttur, fyrirliða KR, og í netið. Eftir annað mark Vals kom ágætis kafli hjá KR þar sem þær Ólöf og Guðmunda náðu báðar að koma boltanum í netið en í bæði skiptin fór flaggið upp við litla hrifningu stuðningsmann KR. En eftir þennan góða kafla hjá KR þá náði Valur að skora þriðja markið með skyndisókn. Lára Kristín fékk boltann á miðjunni og gaf sendingu inn fyrir vörn KR, beint á Þórdísi Hrönn sem lék á markvörð KR og tvo varnarmenn áður en hún lyfti boltanum í netið. Í seinni hálfleiknum var síðan meira af því sama og Valskonur héldu áfram að skora og fyrsta markið í seinni hálfleiknum kom á 52.mínútu. Þá var enn og aftur Þórdís sem fékk boltann vinstra megin, inn fyrir vörn KR og gaf sendingu inn á teig, beint á Ásdísi sem kom á ferðinni og stýrði boltanum í netið. Um miðbik seinni hálfleiksins ákvað Pétur, þjálfari Vals, síðan að setja Elínu Mettu inn á og hún átti eftir að setja mark sitt á leikinn því aðeins nokkrum mínútum seinna eða á 68.mínútu vann hún boltann á miðjunni og gaf á Þórdísi Elvu, sem var einnig nýkomin inn á, og skaut Þórdís að marki og söng boltinn í netinu. Staðan orðin 0-5. Það var síðan aðeins fjórum mínútum síðar þar sem Elín skoraði sitt eigið mark en þá skallaði hún boltann í netið eftir góða fyrirgjöf. Fleiri urðu mörkin ekki og því voru lokatölur leiksins 0-6 og því er Valur með 35 stig í efsta sætinu deildarinnar á með KR situr enn sem fastast á botninum með sjö stig. Af hverju vann Valur? Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir botn liðið að mæta Íslandsmeisturunum. Gæða munurinn á liðunum er heilmikill og það var það sem réði úrslitunum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Þórdís Hrönn var án alls vafa leikmaður leiksins. Hún lagði upp fyrstu tvö mörk Vals áður en hún skoraði síðan þriðja markið. Mist og Arna voru að vanda virkilega öflugar í hjarta varnarinnar og fyrirliðinn Elísa spilaði einnig virkilega vel. Hvað fór illa? Varnarleikur KR var alveg úti á þekju allan leikinn og komust varnarmenn liðsins aldrei nálægt sóknarmönnum Valsliðsins. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er stórleikur gegn Breiðablik á næstkomandi þriðjudagskvöld en næsti leikur KR er gegn Selfossi þann 18.september. Elísa Viðarsdóttir: Fagmannlega gert hjá okkur Elísa Viðarsdóttir fagnar bikartitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að þetta hafi ekki verið fullkomin frammistaða, ég held að maður spili aldrei hinn fullkomna fótboltaleik, en fagmannlega gert hjá okkur,“ byrjaði Elísa Viðardóttir, fyrirliði Vals, að segja í viðtali eftir leik. „Við vorum að klára færin okkar vel þó svo við höfum kannski ekki verið að búa okkur til mörg færi. Við vorum einnig að halda vel í boltann á köflum og náðu að opna þær,“ hélt Elísa áfram. KR-ingar átti þónokkrar sóknir í fyrri hálfleiknum þar sem sóknarmaður þeirra slapp inn fyrir vörn Vals en það gerðist minna af því í seinni hálfleiknum. Elísa segir að liðið hafi fínstillt pressuna í hálfleiknum. „Við í raun ræddum það að við þyrftum að klára pressuna betur, skipuleggja varnarleikinn betur hvað varðar pressu og við leystum það mikið betur í seinni hálfleiknum.“ Næsti leikur Vals er stórleikur gegn Breiðablik en Elísa vill ekki að liðið hugsi eða undirbúi sig öðruvísi fyrir þann leik heldur en þennan. „Við undirbúum okkur eins fyrir alla leiki sama hvort það sé gegn stóru liðunum eins og Breiðablik eða Stjörnunni en liðum neðar í töflunni. Við þurfum að einbeita okkur að því að gera það sama og við gerðum í þessum leik,“ endaði Elísa á að segja eftir leik. Christopher Harrington: Reyndum að spila okkar leik Christopher Harrington er þjálfari KR.KR „Augljóslega mjög erfiður leikur fyrir okkur en við vissum það auðvitað fyrir leik líka,“ byrjaði Christopher, þjálfari KR, að segja í viðtali eftir leik. „Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur að spila gegn besta liðinu á landinu og mögulega í Evrópu. Við erum einfaldlega ekki á sama stað, ef þú lítur á liðið sem við vorum með í dag þá voru þrír leikmann sem eru aðeins 16 ára,“ hélt Christopher áfram. „En þrátt fyrir það þá náðum við að skapa okkur færi og ég virkilega ánægður með það, á öðrum degi þá hefðum við skorað úr einhverjum af þessum færum í fyrri hálfleiknum og hver veit hvað hefði gerst þá.“ Christopher var ánægður með að liðið sitt reyndi að spila sinn leik gegn Valsliðinu. „Það þarf hugrekki til þess að reyna að spila sinn leik gegn liði eins og Val og það var það sem við gerðum hérna í dag. Þetta eru slæm úrslit en ég veit að í mínu liði eru sterkir karakterar sem munu ekki láta þetta á sig fá og munu gleyma þessu og halda baráttunni áfram á komandi vikum,“ endaði Christopher Harrington á að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti