„Þurfum að búa okkur vel undir báða möguleikana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 17:02 Þorsteinn Halldórsson og hans lið eru einum sigri frá sæti á HM. Sá sigur verður hins vegar afar torsóttur. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir að liðið muni koma saman til æfinga á meginlandi Evrópu ekki á Íslandi, fyrir umspilsleikinn 11. október um sæti á HM. Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32
„Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02
„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33