Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 17:45 Graham Potter [lengst til hægri] er nú þjálfari Chelsea en var á blaði hjá Man United tvívegis áður en félagið ákvað að það væri betur sett með aðra menn í brúnni. Shaun Botterill/Getty Images Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn. Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira