Innlent

Börn grýttu hús í Breið­holti

Árni Sæberg skrifar
Lögregla leitar nú barna sem grunuð eru um að hafa grýtt hús í Seljahverfi.
Lögregla leitar nú barna sem grunuð eru um að hafa grýtt hús í Seljahverfi. Vísir/Vilhelm

Töluverður erill hefur verið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Um klukkan fjögur var tilkynnt um hóp tíu til fimmtán ára barna að grýta hús í Seljahverfi í Breiðholti.

Börnin voru flúin af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vísbendingar eru um hverjir voru að verki og málið verður rannsakað, að því er segir í dagbók lögreglu.

Sinntu 47 málum

Þar segir jafnframt að erilsamt hafi verið hjá lögreglunni í dag og að á tímabilinu 11:00 til 17:00 hafi lögregla sinnt 47 málum. Mörg þeirra hafi tengst vandræðum í umferðinni og að lögregla hafi þurft að skipta sér af fólki sem var í minni háttar stympingum á bílastæðum.

Þá hafi lögregla stöðvar ökumann bifreiðar eftir eftirför úr Vogahverfi upp á Höfða. Ökumaðurinn hafi tekið til fótanna og reynt að komast undan laganna vörðum, sem höfðu þó uppi á honum á endanum.

Á öðrum tímanum í dag hafi kona svo verið stöðvuð af almennum borgurum eftir að hafa ekið bifreið sinni utan í bifreiðar og rafmagnskassa í miðbænum. Sú endaði í haldi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×