Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 07:26 Það var mikið um að vera í nótt, ekki síst vegna ölvunar. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26
Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38