Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. september 2022 12:57 Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent