Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 23:56 Anna Guðný tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022. Reykholtshátíð Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins. Margir af fremstu klassísku söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins hafa minnst Önnu Guðnýjar á samfélagsmiðlum í kvöld. Hún hefur um árabil verið einn fremsti píanóleikari landins. Anna Guðný fæddist þann 6. september 1958 í Reykjavík. Hún hóf snemma píanónám í Barnamúsíkskólanum hjá Stefáni Edelstein og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1977. Þá lauk hún burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og loks lauk hún framhaldsnámi við Guildhall School of Music and Drama í London árið 1982. Anna Guðný ásamt eiginmanni sínum Sigurði Ingva Snorrasyni, dóttur þeirra Ástu og forsetahjónunum.Skrifstofa forseta Íslands Kom víða við á glæstum ferli Anna Guðný lagði á sínum tíma sérstaka áherslu á kammermúsík og meðleik með söng og hefur átt farsælt samstarf við marga af okkar þekktustu tónlistarmönnum. Um langt árabil sinnti Anna Guðný kennslustörfum, var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og einnig við Menntaskólann í tónlist. Hún var fastráðinn píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil og kom einnig fram með hljómsveitinni sem einleikari. Anna Guðný kom fram á fjölda kammertónleika með ýmsum söngvurum og hljóðfæraleikurum; á vegum Kammermúsíkklúbbsins, í Tíbrá tónleikaröðinni og tónlistarhátíðum um allt land. Anna Guðný ræðir í myndbandinu að neðan um muninn á að spila undir hjá söngvurum og hljóðfæraleikurum. Á ferli sínum lék hún einnig á tónleikum víða í Evrópu og í Kína, Japan, á Norðurlöndunum og víðar. Hún hefur enn fremur spilað inn á um 30 hljómplötur með mörgu fremsta listafólki þjóðarinnar auk þess að gefa út rómaðar einleiksplötur. Anna Guðný var þrisvar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut verðlaunin árið 2008, sem flytjandi ársins, fyrir heildarflutning á tónverkinu Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Oliver Messiaen. Hún hlaut starfslaun menntamálaráðuneytisins 1995 og 2000, hlaut orðu Hvítu rósarinnar frá finnska ríkinu 1997, hún sinnti tónlistarráðgjöf á safninu á Gljúfrasteini um árabil og var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2002. Anna Guðný tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðnum.Facebook „Ég hef verið umvafin tónlist frá því ég man eftir mér og það hefur verið mín gæfa. Ég trúi því að sá sem lifir í tónlist þurfi aldrei að vera einmana, verkefnalaus og vinalaus. Tónlistin getur bæði sefað og sameinað. Takk fyrir mig,“ sagði Anna Guðný þegar hún tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðinn. Að neðan má sjá brot úr ræðunni. Þá hlaut Anna Guðný riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til tónlistarflutnings 17. júní síðastliðinn. Forseti Íslands sæmdi Önnu Guðnýju riddarakrossi í sumarFacebook Nutu samstarfsins við Önnu Guðnýju Óhætt er að segja að klassíska tónlistarfjölskyldan hér á landi hafi misst burðarás í starfi sínu við fráfall Önnu Guðnýjar. Hún var gift klarinettuleikaranum Sigurði Ingva Snorrasyni en þau spiluðu meðal annars árum saman við Sinfóníuhljómsveit Íslands og á hátíðum víða. Börn þeirra eru Marian, Daníel, Ásta og Guðmundur Snorri. Anna Guðný átti afar vel heppnað samstarf við marga af fremstu söngvurum landsins. Má nefna Kristinn Sigmundsson og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem dæmi. En miklu fleiri nutu góðs af samstarfi við Önnu Guðnýju sem var annáluð sem stórkostlegur undirspilari. Dísella Lárusdóttir minnist Önnu Guðnýjar á Facebook í kvöld og sömu sögu er að segja um söngvarana Hallveigu Rúnarsdóttur, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Gunnar Guðbjörnsson, Þóru Einarsdóttur og Stuart Skelton sem voru öll svo heppin að njóta góðs af samstarfi við Önnu Guðnýju. Andlát Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Tónlist Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Margir af fremstu klassísku söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins hafa minnst Önnu Guðnýjar á samfélagsmiðlum í kvöld. Hún hefur um árabil verið einn fremsti píanóleikari landins. Anna Guðný fæddist þann 6. september 1958 í Reykjavík. Hún hóf snemma píanónám í Barnamúsíkskólanum hjá Stefáni Edelstein og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1977. Þá lauk hún burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og loks lauk hún framhaldsnámi við Guildhall School of Music and Drama í London árið 1982. Anna Guðný ásamt eiginmanni sínum Sigurði Ingva Snorrasyni, dóttur þeirra Ástu og forsetahjónunum.Skrifstofa forseta Íslands Kom víða við á glæstum ferli Anna Guðný lagði á sínum tíma sérstaka áherslu á kammermúsík og meðleik með söng og hefur átt farsælt samstarf við marga af okkar þekktustu tónlistarmönnum. Um langt árabil sinnti Anna Guðný kennslustörfum, var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og einnig við Menntaskólann í tónlist. Hún var fastráðinn píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil og kom einnig fram með hljómsveitinni sem einleikari. Anna Guðný kom fram á fjölda kammertónleika með ýmsum söngvurum og hljóðfæraleikurum; á vegum Kammermúsíkklúbbsins, í Tíbrá tónleikaröðinni og tónlistarhátíðum um allt land. Anna Guðný ræðir í myndbandinu að neðan um muninn á að spila undir hjá söngvurum og hljóðfæraleikurum. Á ferli sínum lék hún einnig á tónleikum víða í Evrópu og í Kína, Japan, á Norðurlöndunum og víðar. Hún hefur enn fremur spilað inn á um 30 hljómplötur með mörgu fremsta listafólki þjóðarinnar auk þess að gefa út rómaðar einleiksplötur. Anna Guðný var þrisvar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut verðlaunin árið 2008, sem flytjandi ársins, fyrir heildarflutning á tónverkinu Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Oliver Messiaen. Hún hlaut starfslaun menntamálaráðuneytisins 1995 og 2000, hlaut orðu Hvítu rósarinnar frá finnska ríkinu 1997, hún sinnti tónlistarráðgjöf á safninu á Gljúfrasteini um árabil og var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2002. Anna Guðný tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðnum.Facebook „Ég hef verið umvafin tónlist frá því ég man eftir mér og það hefur verið mín gæfa. Ég trúi því að sá sem lifir í tónlist þurfi aldrei að vera einmana, verkefnalaus og vinalaus. Tónlistin getur bæði sefað og sameinað. Takk fyrir mig,“ sagði Anna Guðný þegar hún tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðinn. Að neðan má sjá brot úr ræðunni. Þá hlaut Anna Guðný riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til tónlistarflutnings 17. júní síðastliðinn. Forseti Íslands sæmdi Önnu Guðnýju riddarakrossi í sumarFacebook Nutu samstarfsins við Önnu Guðnýju Óhætt er að segja að klassíska tónlistarfjölskyldan hér á landi hafi misst burðarás í starfi sínu við fráfall Önnu Guðnýjar. Hún var gift klarinettuleikaranum Sigurði Ingva Snorrasyni en þau spiluðu meðal annars árum saman við Sinfóníuhljómsveit Íslands og á hátíðum víða. Börn þeirra eru Marian, Daníel, Ásta og Guðmundur Snorri. Anna Guðný átti afar vel heppnað samstarf við marga af fremstu söngvurum landsins. Má nefna Kristinn Sigmundsson og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem dæmi. En miklu fleiri nutu góðs af samstarfi við Önnu Guðnýju sem var annáluð sem stórkostlegur undirspilari. Dísella Lárusdóttir minnist Önnu Guðnýjar á Facebook í kvöld og sömu sögu er að segja um söngvarana Hallveigu Rúnarsdóttur, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Gunnar Guðbjörnsson, Þóru Einarsdóttur og Stuart Skelton sem voru öll svo heppin að njóta góðs af samstarfi við Önnu Guðnýju.
Andlát Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Tónlist Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira