Neytendur

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. Vísir/Vilhelm

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Í frumvarpinu segir að áfengi og tóbak sem selt sé í tollfrjálsum verslunum beri lægra vörugjald en í öðrum verslunum hérlendis. Á áfengi sé nú lagt 10 prósent af áfengisgjaldi á söluna og á tóbak sé lagt 40 prósent af tóbaksgjaldi á söluna.

„Til stendur að draga úr afslætti í tollfrjálsum verslunum þannig áfengisgjald fari úr 10% í 25% og tóbaksgjald úr 40% í 50% af því sem almennt gildir.

Samanlagt leiðir þessi tekjuöflun til 0,7 ma.kr. hækkunar á áætlun áfengis- og tóbaksgjalds,“ segir í frumvarpinu.

Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi á næsta ári eru um 25,5 milljarðar króna og af tóbaksgjaldi um 5,8 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×