Árið 2010 var meðalvörugjald á nýjum fólksbíl 642 þúsund krónur en var rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónur í fyrra. Gert er ráð fyrir því að auka meðalvörugjald um rúmlega áttatíu þúsund krónur á næsta ári.
Losunarmörk vörugjalds verða lækkuð en mörkin hafa verið óbreytt síðan árið 2011. Til þess að milda áhrif lækkun losunarmarka er fyrirhugað að lækka skattprósentuna samhliða. Fimm prósent lágmark á losunarmörkum verður sett á.
Gera má ráð fyrir því að verð á nýjum bílum hækki um allt að fimm prósent vegna breytinganna. Þá munu aðgerðirnar hafa bein áhrif á vísitölu neysluverðs en áhrifin eru metin um 0,2 prósent til hækkunar. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 2,7 milljarða.
Þá verður hækkun lágmarksgjalds og losunarmarka á bifreiðagjaldi hækkað. Tekjur af gjöldunum hafa dregist saman síðustu ár vegna fjölgunar á vistvænum og sparneytnum fólksbílum. Bifreiðagjald tekur mark á CO2-losun ökutækja. Áætlað er að breytingin skili 2,2 milljörðum í viðbótartekjum.