Aðstoðum Úkraínu með 1% af fjárlögum, við eigum allt undir Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 12. september 2022 15:31 Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar