Hver ber ábyrgð á menntamálum? Haukur Arnþórsson skrifar 13. september 2022 08:01 Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Kjaramál Haukur Arnþórsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar