Afar ólík viðbrögð við fyrirspurn um aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2022 07:57 Ólíkt brugðust þeir við, ráðherrarnir og flokksbræðurnir Willum Þór og Ásmundur Einar. Mynd/Alþingi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, virðist ekki vilja svara því beint hvort hann telji forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar á heilbrigðisstofnunum. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði umrædda fyrirspurn fyrir ráðherra en í svari Ásmundar segir hann umrædda framkvæmd á borði dómsmálaráðuneytisins og að hann hyggist ekki beita sér í einstaklingsmálum vegna úrskurða sem kveðnir eru upp á dómstólum og framkvæmdir af sýslumanni. Fyrirspurn þingmannsins er almenns eðlis en tilefnið vafalítið aðfarargerð sem framkvæmd var á Barnaspítala Hringsins í sumar, gagnvart barni sem var þar í lyfjagjöf. Athygli vekur að sama fyrirspurn vakti allt önnur viðbrögð hjá heilbrigisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem sagðist fyrir sitt leyti telja að stjórnvöld og aðrir ættu að forðast að gera nokkuð það sem truflað gæti veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Það ætti, að mati ráðherra, einnig við um aðfarargerðir sem framkvæmdar væru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá og þá sérstaklega ef unnt væri að koma þeim við annars staðar. „Það er hlutverk heilbrigðisstofnana að tryggja að sjúklingar, þ.m.t. börn, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu og gæta að réttindum sjúklinga meðan á því stendur. Liður í því að geta veitt sem besta heilbrigðisþjónustu er að sjúklingum líði öruggum á heilbrigðisstofnunum og veigri sér ekki við að mæta þangað, svo sem vegna hættu á að þar verði framkvæmdar aðfarargerðir þær sem um er spurt,“ sagði heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði umrædda fyrirspurn fyrir ráðherra en í svari Ásmundar segir hann umrædda framkvæmd á borði dómsmálaráðuneytisins og að hann hyggist ekki beita sér í einstaklingsmálum vegna úrskurða sem kveðnir eru upp á dómstólum og framkvæmdir af sýslumanni. Fyrirspurn þingmannsins er almenns eðlis en tilefnið vafalítið aðfarargerð sem framkvæmd var á Barnaspítala Hringsins í sumar, gagnvart barni sem var þar í lyfjagjöf. Athygli vekur að sama fyrirspurn vakti allt önnur viðbrögð hjá heilbrigisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem sagðist fyrir sitt leyti telja að stjórnvöld og aðrir ættu að forðast að gera nokkuð það sem truflað gæti veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Það ætti, að mati ráðherra, einnig við um aðfarargerðir sem framkvæmdar væru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá og þá sérstaklega ef unnt væri að koma þeim við annars staðar. „Það er hlutverk heilbrigðisstofnana að tryggja að sjúklingar, þ.m.t. börn, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu og gæta að réttindum sjúklinga meðan á því stendur. Liður í því að geta veitt sem besta heilbrigðisþjónustu er að sjúklingum líði öruggum á heilbrigðisstofnunum og veigri sér ekki við að mæta þangað, svo sem vegna hættu á að þar verði framkvæmdar aðfarargerðir þær sem um er spurt,“ sagði heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira