Mendy var í dag sýknaður í Chester Crown Court dómhúsinu af naugunarákæru gegn 19 ára konu á heimili sínu í Prestbury þann 24. júlí fyrir rúmu ári.
Louis Saha Mattuire, sem einnig er ákærður í málum Mendy, var einnig sýknaður af tveimur nauðgunarákærum gegn konunni.
Það var dómari málsins, Stephen Everett, sem fyrirskipaði það að tvímenningarnir yrðu sýknaðir. Það gerði hann eftir að saksóknurum tókst ekki að útvega frekari sönnunargögnum.
Fyrr í mánuðinum frétti kviðdómurinn af myndbandi í einkaeigu þar sem mátti sjá umrædda konu stunda kynlíf með Mattuire að því er virðist af „miklum áhuga“ kvöldið sem hún segir að sér hafi verið nauðgað. Í framhaldinu tóku saksóknarar ákvörðun um það að þeir myndu ekki áfram leitast eftir sakfellingu í þessu máli, en að áfram yrði haldið að vinna í öðrum málum gegn tvímenningunum.
Manchester City footballer Benjamin Mendy has been found not guilty of one count of rape on the direction of the judge at his trial at Chester Crown Court.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 13, 2022
Warning: This video contains content that some may find distressing. pic.twitter.com/o0F53bYgbE
Mendy er eins og áður segir enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til naugunnar og kynferðislega áreitni gegn sex ungum konum. Saksóknarar hafa lýst Mendy sem „rándýri“ sem hafi reynt að „breyta eltingaleik sínum við konur fyrir kynlíf í leik.“
Þá er Mattuire, vinur Mendy, sakaður um að hafa haft það hlutverk að finna ungar konur til að stunda kynlíf með. Mattuire er enn ákærður fyrir sex nauðganir og þrjú tilfelli af kynferðislegri áreitni gegn sjö konum.
Báðir hafa þeir neitað sök í öllum tilvikum og segja að ef kynlíf hafi átt sér stað þá hafi það verið með samþykki allra aðila.