Halló! Er einhver heima? Steinunn Árnadóttir skrifar 14. september 2022 09:30 Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun