Halló! Er einhver heima? Steinunn Árnadóttir skrifar 14. september 2022 09:30 Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Skoðun Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar