UngmennaRáð til ráðamanna Betsý Ásta Stefánsdóttir, Hermann Borgar Jakobsson og Telma Ósk Þórhallsdóttir skrifa 14. september 2022 10:01 Það þarf að vinna stöðugt að því að opinn vettvangur fyrir ungmenni innan samfélagsins sé tryggður. Sumir vilja meina að börn og ungmenni hafi ekki áhuga á að láta skoðanir sínar í ljós en raunin er að börn og ungmenni eru stór réttindahópur sem þarf að lifa með þeim ákvörðunum sem fullorðna fólkið tekur núna í dag. Starf ungmennaráða Ungmennaráð starfa í fjölda sveitarfélaga og eiga sveitarstjórnir að hlutast til um stofnun þeirra. Ungmennaráð hafa það hlutverk að vera rödd barna og ungmenna innan stjórnsýslunar og ýta undir lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í sínu samfélagi. Ungmennaráð eru einnig gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir börn og ungmenni þar sem þau geta komið skoðunum sínum á framfæri. Í sveitarfélögunum okkar, Reykjanesbæ (skipað ungmennum frá 14-18 ára) og Akureyrarbæ (skipað ungmennum frá 13-18 ára), starfa öflug ungmennaráð sem sinna fjölbreyttum verkefnum á borð við: Bæjarstjórnarfund Unga fólksins Ungmennaþing / Stórþing Ungmenna Áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum Skipulags- og mannvirkjamál (strætó, deiliskipulög, o.fl.) Samstarfsverkefni með erlendum ungmennaráðum og ungmennasamtökum Þrátt fyrir að sinna svipuðu starfi, og vera hluti af verkefninu Barnvæn sveitarfélög, eru ráðin á mismunandi stað hvað varðar stöðu sína innan stjórnsýslunnar. Sem dæmi má nefna fá fulltrúar Ungmennaráðs Akureyrarbæjar greidda fundarsetu, bæði fyrir vinnu í ráðinu og fyrir vinnu sem áheyrnarfulltrúar (Fræðslu- og lýðheilsuráð og Umhverfis- og mannvirkjaráð) en fulltrúar Ungmennaráðs Reykjanesbæjar fá ekki greidda fundarsetu en hafa þó fleiri áheyrnarfulltrúa í fleiri ráðum bæjarins (fræðsluráð, íþrótta og tómstundaráð, lýðheilsuráð, menningar og atvinnuráð, umhverfis og skipulagsráð, og velferðarráð). Námskeið UNICEF Þann 17. mars og 28. maí síðastliðin, tókum við þátt í verkefni með UNICEF sem var haldið með það í huga að efla ungmennaráð, byggja og styrkja tengsl á milli þeirra ásamt því að hlúa að upplýsingamiðlun milli ráða. Þar var gefin aukin fræðsla um réttindi barna og ungmenna, Barnvæn sveitarfélög en í lok námskeiðsins settu meðlimir ungmennaráðanna saman ráð til ráðamanna. Þau má sjá hér: Ráð til ráðamanna Ungmennaráð þarf að vera upplýst um það sem framundan er í sveitarfélaginu. Ekki taka ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án þess að þau mál séu lögð fyrir ungmennaráð. Það má senda fleiri mál til umsagnar til ungmennaráðs. Tryggja þarf aðgengi ungmennaráðs að upplýsingum á barnvænu máli. Tryggja þarf ungmennaráði fræðslu, m.a. um rétt barna til þátttöku og þjálfun í því að nýta rödd sína og um það hvernig stjórnsýsla sveitarfélagsins virkar Bera þarf virðingu fyrir börnum og ungmennum og taka hugmyndum þeirra alvarlega. Ungmennaráð ættu að fá fleiri tækifæri til þess að koma inn á bæjarstjórnarfundi og eiga áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum. Það þarf að kynna starf ungmennaráða betur bæði fyrir börnum og fullorðnum. Ungmenni ættu að fá greitt fyrir fundarsetu. Fundartímar, t.d. hjá ráðum og nefndum, þurfa að henta börnum. Það þarf að passa að börnin séu ekki í skóla eða með aðrar skuldbindingar á fundatíma. Sveitarfélög ættu að tryggja eftirfylgni. Ungmennaráð ætti að fá að vita hvaða áhrif þátttaka þeirra hafði og ef hugmyndir voru ekki framkvæmdar þarf að útskýra hvers vegna. Það er mikilvægt að ráðamenn séu heiðarlegir, ekki bara “næs”. Verkefni sem snúa að börnum og ungmennum ættu að vera vel fjármögnuð. Á námskeiðinu hjá UNICEF lærðum við allskonar hluti sem við í Ungmennaráðum getum svo sannarlega nýtt okkur! Til dæmis lærðum við um þátttökustiga Harts þar sem okkur var sagt frá mismunandi þátttöku þrepum eins og t.d muninn á sýndarþátttöku og raunverulegri þátttöku. Við viljum nýta tækifærið til þess að þakka UNICEF kærlega fyrir það tækifæri að hafa fengið að taka þátt í þessu námskeiði. Ennþá langt í land Frá upphafi hefur UNICEF verið ungmennaráðum og sveitarfélögum innan handar með góðum árangri, alls staðar á landinu má sjá öflug ungmennaráð rísa og styrkjast en það sýnir okkur líka bara eitt: Ungt fólk VILL og GETUR haft áhrif. Sú brenglaða valda dýnamík milli fullorðinna og ungmenna sem er orðin svo rótgróin í samfélaginu er múr sem þarf að brjóta niður fyrir framvindu samfélagsins en ungt fólk mætir oft miklu mótlæti þegar það lætur rödd sína heyrast um þau mál sem þau vilja láta sig varða. Þrátt fyrir mikla velgengni þá verður þó alltaf að hafa í huga að það verður að halda áfram að byggja ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt upp, þessi vinna og verkefnið Barnvæn sveitarfélög er ekki bara fínt skraut eða eitthvað geggjað nútímalega töff dæmi sem ráðamenn geta valið að taka þátt í einu sinni og síðan bara sagt það gott. Þetta er verkefni sem allir þurfa að vinna að, hvort sem maður er ungur eða eldri, ráðamaður eða manneskjan sem býr í húsinu úti á næsta horni, við þurfum öll að hjálpast að. Fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á þessum málefnum og fræðast enn frekar um mikilvægi þess að ungt fólk hafi rödd og stöðu innan samfélagsins og stjórnsýslunnar viljum við benda á ráðstefnu UNICEF um þátttöku barna sem verður haldin 15. september næstkomandi og við hvetjum alla sem hafa áhuga, hvort sem þau vinna mikið með börnum eða hafa hreinlega bara áhuga á að efla sitt samfélag, að fylgjast með ráðstefnunni þar sem fræðsla er gríðarlega mikilvægt framtak í baráttunni um réttindi barna! Höfundar eru Betsý Ásta Stefánsdóttir og Hermann Borgar Jakobsson (fulltrúar í Ungmennaráði Reykjanesbæjar), og Telma Ósk Þórhallsdóttir (fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrarbæjar). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það þarf að vinna stöðugt að því að opinn vettvangur fyrir ungmenni innan samfélagsins sé tryggður. Sumir vilja meina að börn og ungmenni hafi ekki áhuga á að láta skoðanir sínar í ljós en raunin er að börn og ungmenni eru stór réttindahópur sem þarf að lifa með þeim ákvörðunum sem fullorðna fólkið tekur núna í dag. Starf ungmennaráða Ungmennaráð starfa í fjölda sveitarfélaga og eiga sveitarstjórnir að hlutast til um stofnun þeirra. Ungmennaráð hafa það hlutverk að vera rödd barna og ungmenna innan stjórnsýslunar og ýta undir lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í sínu samfélagi. Ungmennaráð eru einnig gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir börn og ungmenni þar sem þau geta komið skoðunum sínum á framfæri. Í sveitarfélögunum okkar, Reykjanesbæ (skipað ungmennum frá 14-18 ára) og Akureyrarbæ (skipað ungmennum frá 13-18 ára), starfa öflug ungmennaráð sem sinna fjölbreyttum verkefnum á borð við: Bæjarstjórnarfund Unga fólksins Ungmennaþing / Stórþing Ungmenna Áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum Skipulags- og mannvirkjamál (strætó, deiliskipulög, o.fl.) Samstarfsverkefni með erlendum ungmennaráðum og ungmennasamtökum Þrátt fyrir að sinna svipuðu starfi, og vera hluti af verkefninu Barnvæn sveitarfélög, eru ráðin á mismunandi stað hvað varðar stöðu sína innan stjórnsýslunnar. Sem dæmi má nefna fá fulltrúar Ungmennaráðs Akureyrarbæjar greidda fundarsetu, bæði fyrir vinnu í ráðinu og fyrir vinnu sem áheyrnarfulltrúar (Fræðslu- og lýðheilsuráð og Umhverfis- og mannvirkjaráð) en fulltrúar Ungmennaráðs Reykjanesbæjar fá ekki greidda fundarsetu en hafa þó fleiri áheyrnarfulltrúa í fleiri ráðum bæjarins (fræðsluráð, íþrótta og tómstundaráð, lýðheilsuráð, menningar og atvinnuráð, umhverfis og skipulagsráð, og velferðarráð). Námskeið UNICEF Þann 17. mars og 28. maí síðastliðin, tókum við þátt í verkefni með UNICEF sem var haldið með það í huga að efla ungmennaráð, byggja og styrkja tengsl á milli þeirra ásamt því að hlúa að upplýsingamiðlun milli ráða. Þar var gefin aukin fræðsla um réttindi barna og ungmenna, Barnvæn sveitarfélög en í lok námskeiðsins settu meðlimir ungmennaráðanna saman ráð til ráðamanna. Þau má sjá hér: Ráð til ráðamanna Ungmennaráð þarf að vera upplýst um það sem framundan er í sveitarfélaginu. Ekki taka ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án þess að þau mál séu lögð fyrir ungmennaráð. Það má senda fleiri mál til umsagnar til ungmennaráðs. Tryggja þarf aðgengi ungmennaráðs að upplýsingum á barnvænu máli. Tryggja þarf ungmennaráði fræðslu, m.a. um rétt barna til þátttöku og þjálfun í því að nýta rödd sína og um það hvernig stjórnsýsla sveitarfélagsins virkar Bera þarf virðingu fyrir börnum og ungmennum og taka hugmyndum þeirra alvarlega. Ungmennaráð ættu að fá fleiri tækifæri til þess að koma inn á bæjarstjórnarfundi og eiga áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum. Það þarf að kynna starf ungmennaráða betur bæði fyrir börnum og fullorðnum. Ungmenni ættu að fá greitt fyrir fundarsetu. Fundartímar, t.d. hjá ráðum og nefndum, þurfa að henta börnum. Það þarf að passa að börnin séu ekki í skóla eða með aðrar skuldbindingar á fundatíma. Sveitarfélög ættu að tryggja eftirfylgni. Ungmennaráð ætti að fá að vita hvaða áhrif þátttaka þeirra hafði og ef hugmyndir voru ekki framkvæmdar þarf að útskýra hvers vegna. Það er mikilvægt að ráðamenn séu heiðarlegir, ekki bara “næs”. Verkefni sem snúa að börnum og ungmennum ættu að vera vel fjármögnuð. Á námskeiðinu hjá UNICEF lærðum við allskonar hluti sem við í Ungmennaráðum getum svo sannarlega nýtt okkur! Til dæmis lærðum við um þátttökustiga Harts þar sem okkur var sagt frá mismunandi þátttöku þrepum eins og t.d muninn á sýndarþátttöku og raunverulegri þátttöku. Við viljum nýta tækifærið til þess að þakka UNICEF kærlega fyrir það tækifæri að hafa fengið að taka þátt í þessu námskeiði. Ennþá langt í land Frá upphafi hefur UNICEF verið ungmennaráðum og sveitarfélögum innan handar með góðum árangri, alls staðar á landinu má sjá öflug ungmennaráð rísa og styrkjast en það sýnir okkur líka bara eitt: Ungt fólk VILL og GETUR haft áhrif. Sú brenglaða valda dýnamík milli fullorðinna og ungmenna sem er orðin svo rótgróin í samfélaginu er múr sem þarf að brjóta niður fyrir framvindu samfélagsins en ungt fólk mætir oft miklu mótlæti þegar það lætur rödd sína heyrast um þau mál sem þau vilja láta sig varða. Þrátt fyrir mikla velgengni þá verður þó alltaf að hafa í huga að það verður að halda áfram að byggja ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt upp, þessi vinna og verkefnið Barnvæn sveitarfélög er ekki bara fínt skraut eða eitthvað geggjað nútímalega töff dæmi sem ráðamenn geta valið að taka þátt í einu sinni og síðan bara sagt það gott. Þetta er verkefni sem allir þurfa að vinna að, hvort sem maður er ungur eða eldri, ráðamaður eða manneskjan sem býr í húsinu úti á næsta horni, við þurfum öll að hjálpast að. Fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á þessum málefnum og fræðast enn frekar um mikilvægi þess að ungt fólk hafi rödd og stöðu innan samfélagsins og stjórnsýslunnar viljum við benda á ráðstefnu UNICEF um þátttöku barna sem verður haldin 15. september næstkomandi og við hvetjum alla sem hafa áhuga, hvort sem þau vinna mikið með börnum eða hafa hreinlega bara áhuga á að efla sitt samfélag, að fylgjast með ráðstefnunni þar sem fræðsla er gríðarlega mikilvægt framtak í baráttunni um réttindi barna! Höfundar eru Betsý Ásta Stefánsdóttir og Hermann Borgar Jakobsson (fulltrúar í Ungmennaráði Reykjanesbæjar), og Telma Ósk Þórhallsdóttir (fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrarbæjar).
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun