Milan ekki í vandræðum með Zagreb | Jafnt í Póllandi Atli Arason skrifar 14. september 2022 19:01 Oliver Giroud var á meðal markaskorara Milan gegn Zagreb. Jonathan Moscrop/Getty Images AC Milan vann sterkan 3-1 sigur á Dinamo Zagreb í E-riðli Meistaradeildar Evrópu á meðan Shaktar Donetsk og Celtic gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá. Oliver Giroud kom AC Milan yfir með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Alexis Saelemaekers tvöfaldaði svo forskotið stuttu eftir að síðari hálfleikur hófst. Mislav Orsic, leikmaður Zagreb, tókst þó að gera leikinn aftur spennandi með marki á 56. mínútu eftir undirbúning Bruno Petkovic. Var þetta annað mark Orsic í Meistaradeildinni en hann skoraði eina markið í sigri liðsins á Chelsea í fyrstu umferð. Spennan var þó ekki mikill þar sem varamaðurinn Tommaso Pobega gulltryggði sigur Milan með þriðja marki liðsins á 77. mínútu og þar við sat. Með sigrinum fer Milan á topp E-riðils með fjögur stig á meðan Dinamo Zagreb er með þrjú stig eftir tvær umferðir. Salzburg og Chelsea mætast í hinni viðureign E-riðls síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
AC Milan vann sterkan 3-1 sigur á Dinamo Zagreb í E-riðli Meistaradeildar Evrópu á meðan Shaktar Donetsk og Celtic gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá. Oliver Giroud kom AC Milan yfir með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Alexis Saelemaekers tvöfaldaði svo forskotið stuttu eftir að síðari hálfleikur hófst. Mislav Orsic, leikmaður Zagreb, tókst þó að gera leikinn aftur spennandi með marki á 56. mínútu eftir undirbúning Bruno Petkovic. Var þetta annað mark Orsic í Meistaradeildinni en hann skoraði eina markið í sigri liðsins á Chelsea í fyrstu umferð. Spennan var þó ekki mikill þar sem varamaðurinn Tommaso Pobega gulltryggði sigur Milan með þriðja marki liðsins á 77. mínútu og þar við sat. Með sigrinum fer Milan á topp E-riðils með fjögur stig á meðan Dinamo Zagreb er með þrjú stig eftir tvær umferðir. Salzburg og Chelsea mætast í hinni viðureign E-riðls síðar í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti