Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 15:46 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af öðrum aðilum frá árinu 2008. Laugaland bjargaði mér Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar.
Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira