Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 09:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevlla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. „Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
„Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira