Eignaðist sitt níunda barn og tvö önnur á leiðinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 11:30 Þáttastjórnandinn Nick Cannon er nú með fimm börn yngri en tveggja ára og á hann von á tveimur börnum í næsta mánuði. Alls hefur hann eignast níu börn með sex konum síðustu ellefu árin. GETTY/ BRUCE GLIKAS Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon hefur nú eignast sitt níunda barn. Þetta er hans annað barn á árinu og á hann von á tveimur börnum síðar á árinu. Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi. Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Sjá meira
Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi.
Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Sjá meira
Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30
Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01