Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2022 10:13 Ragnar Þór ætlar fram. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest en það var Kjarninn sem sagði fyrst frá. Kjarninn segir Ragnar hafa greint stjórn VR frá ákvörðuninni í gærkvöldi og starfsmönnum VR í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerir Ragnar Þór ráð fyrir að hætta sem formaður VR nái hann kjöri sem forseti ASÍ. Ragnar Þór var endurkjörinn formaður VR til tveggja ára í mars 2021. Ragnar hefur ítrekað sagt við fjölmiðla að hann myndi ekki taka ákvörðun um framboð fyrr en það lægi fyrir hvort ASÍ væri viðbjargandi yfir höfuð. Forsvarsmenn VR og fleiri félaga hafa talað um að „lýðræðisvæða“ þurfi sambandið. Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því 10. ágúst síðastliðinn að hún hefði ákveðið að segja af sér. Sagðist hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til samskipta við „ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins“ og blokkamyndunar sem hefði átt sér stað. Ljóst var að Drífa var þarna að tala um Ragnar Þór og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Nýr forseti ASÍ verður kjörinn á þingi sambandsins í október. ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest en það var Kjarninn sem sagði fyrst frá. Kjarninn segir Ragnar hafa greint stjórn VR frá ákvörðuninni í gærkvöldi og starfsmönnum VR í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerir Ragnar Þór ráð fyrir að hætta sem formaður VR nái hann kjöri sem forseti ASÍ. Ragnar Þór var endurkjörinn formaður VR til tveggja ára í mars 2021. Ragnar hefur ítrekað sagt við fjölmiðla að hann myndi ekki taka ákvörðun um framboð fyrr en það lægi fyrir hvort ASÍ væri viðbjargandi yfir höfuð. Forsvarsmenn VR og fleiri félaga hafa talað um að „lýðræðisvæða“ þurfi sambandið. Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því 10. ágúst síðastliðinn að hún hefði ákveðið að segja af sér. Sagðist hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til samskipta við „ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins“ og blokkamyndunar sem hefði átt sér stað. Ljóst var að Drífa var þarna að tala um Ragnar Þór og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Nýr forseti ASÍ verður kjörinn á þingi sambandsins í október.
ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira